Halla glitraði í dökkbláum síðkjól

Kjóll Höllu er frá breska fatahönnuðinum Jenny Packham.
Kjóll Höllu er frá breska fatahönnuðinum Jenny Packham. Samsett mynd

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands geislaði í dökk­blá­um síðkjól á hátíðar­kvöld­verði norsku kon­ungs­hall­ar­inn­ar. Kon­ungs­hjón­in í Nor­egi buðu til kvöld­verðar­ins af því til­efni að Halla og eig­inmaður henn­ar Björn Skúla­son eru þar í heim­sókn.

Kjóll Höllu er frá Jenny Packham. Packham er einn virt­asti fata­hönnuður Bret­lands og er þekkt fyr­ir fágaðan klæðnað, aðallega kjóla, til að nota við fínni til­efni. Kjóll Höllu í kvöld var dökk­blár að lit með erm­um sem náðu rétt fyr­ir neðan oln­boga. Erm­arn­ar voru útvíðar sem gera sniðið mjög el­eg­ant.

Háls­málið var það fal­leg­asta við kjól­inn en það var skreytt glitrandi stein­um sem dreg­ur at­hygl­ina að and­lit­inu. Kjóll­inn var aðsniðinn, síður niður í gólf og pilsið ör­lítið vítt í takt við erm­arn­ar.

Hár Höllu var tekið aft­ur sem dró at­hygl­ina enn bet­ur að háls­máli kjóls­ins.

Katrín prins­essa er aðdá­andi

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Halla kýs Jenny Packham við svona til­efni en á hátíðar­kvöld­verði í dönsku kon­ungs­höll­inni á síðasta ári skartaði hún gyllt­um síðkjól frá merk­inu.

Kjól­ar frá Jenny Packham hafa verið vin­sæl­ir á rauða dregl­in­um og við fín­ustu til­efni síðustu ár og hafa stjörn­ur á borð við Kate Winslet, Katrín prins­essa og Em­ily Blunt klæðst merk­inu. 

Kjóllinn kallast Ruo og kostar rétt rúmlega 500 þúsund krónur …
Kjóll­inn kall­ast Ruo og kost­ar rétt rúm­lega 500 þúsund krón­ur á gengi dags­ins í dag sam­kvæmt heimasíðu merk­is­ins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda