Bestu gallabuxurnar í verslunum núna

Buxur sem eru háar upp og beinar niður eru alltaf …
Buxur sem eru háar upp og beinar niður eru alltaf klassískar.

Hvað ein­kenn­ir hinar full­komnu galla­bux­ur? 

Þær þurfa að vera vel sniðnar en það sem skipt­ir öllu máli er efnið sjálft. Gæðamikið galla­efni get­ur enst árum sam­an ef fólk fer vel með flík­ina. Gæði hald­ast í hend­ur við verð í þess­um efn­um en góðar galla­bux­ur er ákveðin fjár­fest­ing í dag. 

Svo er það hvernig bux­ur eru í tísku. Núna og síðustu ár hafa víðar bux­ur verið mest áber­andi og halda því áfram þrátt fyr­ir hót­an­ir úr ýms­um átt­um um end­ur­komu þröngu buxn­anna. Það er þó eitt snið sem er alltaf klass­ískt og klæðir flesta en það eru upp­há­ar galla­bux­ur sem eru með bein­um skálm­um. 

Það er mik­il­vægt að máta galla­bux­ur til að finna gott snið sem pass­ar. Galla­bux­ur með mik­illi teygju eru yf­ir­leitt þægi­legri fyrst um sinn en end­ast mun styttra en efni sem kemst næst því að vera 100% bóm­ull. Teygj­an verður verri með tím­an­um og bux­urn­ar geta farið að pokast á mis­mun­andi stöðum. 

Vorið er góður tími til að fjár­festa í nýj­um galla­bux­um. Vertu opin fyr­ir bux­um í ljós­um lit­um eins og smjörgul­um og kremlituðum því þær verður hægt að nota mikið í sum­ar við ýmis til­efni.

Hér fyr­ir neðan eru hug­mynd­ir að galla­bux­um sem eru til í ís­lensk­um versl­un­um núna. Flest­ar eru klass­ísk­ar, aðrar henta vel fyr­ir þenn­an árs­tíma og aðrar láta þig standa út úr.

Víðar gallabuxur úr Zöru sem kosta 7.995 kr.
Víðar galla­bux­ur úr Zöru sem kosta 7.995 kr.
Gallabuxur með lágu mitti frá Closed, fást í Mathildu og …
Galla­bux­ur með lágu mitti frá Closed, fást í Mat­hildu og kosta 49.990 kr.
Svargráar gallabuxur frá Isabel Marant, fást í Mathildu og kosta …
Svar­grá­ar galla­bux­ur frá Isa­bel Mar­ant, fást í Mat­hildu og kosta 39.990 kr.
Gallabuxur úr Zöru sem kosta 5.995 kr.
Galla­bux­ur úr Zöru sem kosta 5.995 kr.
Ljósar gallabuxur úr Zöru sem kosta 6.995 kr. Hátt mitti, …
Ljós­ar galla­bux­ur úr Zöru sem kosta 6.995 kr. Hátt mitti, þröng­ar að ofan og útvíðar.
Dökkgráar gallabuxur frá Anine Bing, fást í Mathildu og kosta …
Dökk­grá­ar galla­bux­ur frá An­ine Bing, fást í Mat­hildu og kosta 44.990 kr. Miðlungs hátt mitti og bein­ar niður.
Beinar bláar gallabuxur með háu mitti. Þær eru frá Mother, …
Bein­ar blá­ar galla­bux­ur með háu mitti. Þær eru frá Mot­her, fást í Aft­ur og kosta 49.800 kr.
Svartar gallabuxur frá Mother, háar upp mittið og ná fyrir …
Svart­ar galla­bux­ur frá Mot­her, háar upp mittið og ná fyr­ir ofan ökkla. Fást í Aft­ur og kosta 42.700 kr.
Gallabuxur frá Ganni, fást í Andrá og kosta 35.900 kr.
Galla­bux­ur frá Ganni, fást í Andrá og kosta 35.900 kr.
Brúnar gallabuxur frá Stine Goya, fást í Andrá og kosta …
Brún­ar galla­bux­ur frá Stine Goya, fást í Andrá og kosta 26.900 kr.
Reimaðar gallabuxur frá Rotate, fást í GK Reykjavík og kosta …
Reimaðar galla­bux­ur frá Rota­te, fást í GK Reykja­vík og kosta 49.995 kr.
Buxur með lágu mitti frá Diesel, fást í Galleri 17 …
Bux­ur með lágu mitti frá Diesel, fást í Galleri 17 og kosta 25.995 kr.
Ribcage gallabuxur frá Levi's, beinar niður og háar upp. Þær …
Ri­bca­ge galla­bux­ur frá Levi's, bein­ar niður og háar upp. Þær kosta 19.990 kr.
Kremaðar gallabuxur frá Selected sem kosta 16.990 kr.
Kremaðar galla­bux­ur frá Selected sem kosta 16.990 kr.
Dökkbláar gallabuxur með mjóu belti, fást í Vila og kosta …
Dökk­blá­ar galla­bux­ur með mjóu belti, fást í Vila og kosta 11.990 kr.
Harper gallabuxur frá Agolde, fást í Andrá og kosta 49.990 …
Harper galla­bux­ur frá Agolde, fást í Andrá og kosta 49.990 kr. Miðlungs­há­ar upp mittið og bein­ar skálm­ar.
Uppháar og útvíðar gallabuxur úr Zöru sem kosta 8.995 kr.
Upp­há­ar og útvíðar galla­bux­ur úr Zöru sem kosta 8.995 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda