Helstu tískustraumarnir fyrir vorið

Rabanne, The Attico, Hermés og Stella McCartney.
Rabanne, The Attico, Hermés og Stella McCartney. Samsett mynd

Vorið er komið með bjart­ara veðri og nýj­um fatnaði. Vor­tísk­an er fjöl­breytt að þessu sinni og ættu flest­ir að geta fundið sér eitt­hvað við sitt hæfi. Það sem stend­ur helst upp úr eru of­ur­konu­dragt­ir, praktísk­ir jakk­ar, drunga­leg bóhem­föt og hlýra­bol­ir með U-háls­máli.

Litli hlýra­bol­ur­inn

Hlýra­bol­ur er flík sem leyn­ist í öll­um fata­skáp­um en hef­ur yf­ir­leitt verið í hlut­verki auka­leik­ar­ans. Nú er það breytt. Hlýra­bol­ir með U-háls­máli, helst hvít­ir, voru mjög áber­andi hjá tísku­hús­um eins og Dior, Stellu McCart­ney og Rabanne. Þá voru þeir helst stíliseraðir við fínni pils eða víðar bux­ur.

Rabanne.
Rabanne. Ljós­mynd/​Rabanne
Schiaparelli.
Schiapar­elli. Ljós­mynd/​Schiapar­elli
Stella McCartney.
Stella McCart­ney. Ljós­mynd/​Stella McCart­ney
Christian Dior.
Christian Dior. Ljós­mynd/​Dior
Prabal Gurung.
Pra­bal Gur­ung. Ljós­mynd/​Pra­bal Gur­ung

Dökk­ur bóhemstíll

Það hef­ur verið svo­lít­ill got­nesk­ur fíl­ing­ur í tísku­heim­in­um í svo­lít­inn tíma. Frjáls­lynd­ur en dökk­ur bóhem­klæðnaður fyr­ir næsta vor var áber­andi á tískupöll­un­um hjá tísku­hús­um eins og Saint Laurent, Chloé, Rod­arte og Valent­ino. Þetta kom fram í svörtu blúndu­efni, dökk­um blóma­mynstruðum kjól­um og síðum pils­um. Leður­jökk­um í stórri stærð var síðan skellt yfir. 

Valentino.
Valent­ino. Ljós­mynd/​Valent­ino
Standing Ground.
Stand­ing Ground. Ljós­mynd/​Stand­ing Ground
Rodarte.
Rod­arte. Ljós­mynd/​Rod­arte
Saint Laurent.
Saint Laurent. Ljós­mynd/​Saint Laurent
Saint Laurent.
Saint Laurent. Ljós­mynd/​Saint Laurent
Chloé.
Chloé. Ljós­mynd/​Chloé
Chloé.
Chloé. Ljós­mynd/​Chloé

Íþrótta­föt 

Íþrótta­heim­ur­inn hef­ur haft mik­il áhrif á tísk­una og sáust áhrif þess vel í vor- og sum­ar­lín­un­um. Praktísk­ir jakk­ar frá ít­ölsku tísku­hús­un­um The Attico og Miu Miu verða eft­ir­sótt­ir og án efa selj­ast hratt upp. Þess­ari bylgju fylgja aðeins þæg­indi og það er al­veg hægt að sætta sig við það.

Ralph Lauren.
Ralph Lauren. Ljós­mynd/​Ralph Lauren
The Attico.
The Attico. Ljós­mynd/​The Attico
The Attico.
The Attico. Ljós­mynd/​The Attico
Miu Miu.
Miu Miu. Ljós­mynd/​Miu Miu
Miu Miu.
Miu Miu. Ljós­mynd/​Miu Miu
Tommy Hilfiger.
Tommy Hil­figer. Ljós­mynd/​Tommy Hil­figer

Skáta­klæðnaður

Bux­ur, blúss­ur eða jakk­ar sem minna helst á skát­ana í ljós­brún­um eða dökk­græn­um lit sáust hjá tísku­hús­um eins og Hermés, Sacai, Brandon Maxwell og Mugler. Þetta eru föt sem passa við margt og hafa mikið nota­gildi. Ætli svona flík­ur leyn­ist ekki í fata­skápn­um nú þegar?

Isabel Marant.
Isa­bel Mar­ant. Ljós­mynd/​Isa­bel Mar­ant
Hermés.
Hermés. Ljós­mynd/​Hermés
Hermés.
Hermés. Ljós­mynd/​Hermés
Sacai.
Sacai. Ljós­mynd/​Sacai
Brandon Maxwell.
Brandon Maxwell. Skjá­skot/​In­sta­gram
Mugler.
Mugler. Ljós­mynd/​Mugler

Nýja dragt­in

Klæðsker­inn nýt­ur sín í nýrri dragt­ar­tísku vors­ins en þar voru axla­púðar, plíseraðar bux­ur og jakk­ar í yf­ir­stærð mjög áber­andi. Hjá Saint Laurent komu marg­ar flott­ar hug­mynd­ir fram en dragt­irn­ar voru stíliseraðar með bóm­ull­ar­skyrtu og bindi. Það þarf ekki að fara alla leið en jakki í þess­um stíl kem­ur þér mjög langt. 

Saint Laurent.
Saint Laurent. Ljós­mynd/​Saint Laurent
Saint Laurent.
Saint Laurent. Ljós­mynd/​Saint Laurent
Saint Laurent.
Saint Laurent. Ljós­mynd/​Saint Laurent

Skraut og fiður

Það er ástæða til að finna sér til­efni til að klæða sig upp í föt skreytt fjöðrum eða öðrum kristöll­um. Rabanne, 16a Arlingt­on, Prada og Lou­is Vuitt­on voru með kjóla, jakka eða pils í þess­um stíl og var skrautið mjög fjöl­breytt. Það má einnig al­veg leika sér með þetta heima og hressa upp á eldri flík­ur í leiðinni.

16a Arlington.
16a Arlingt­on. Ljós­mynd/​16a Arlingt­on
Louis Vuitton.
Lou­is Vuitt­on. Ljós­mynd/​Lou­is Vuitt­on
Rabanne.
Rabanne. Ljós­mynd/​Rabanne
Prada.
Prada. Ljós­mynd/​Prada

Köfl­ótt

Köfl­ótt­ar flík­ur eru oft­ast tengd­ar við haust­tísk­una en þær koma sterk­ar inn nú í vor. Það er svo­lít­ill pönk­arafíl­ing­ur tengd­ur mynstr­inu sem verður áber­andi í kjól­um eða víðum skyrt­um. Leitaðu inn­blást­urs til tísku­húsa eins og Acne Studi­os, Bottega Veneta og Coll­ina Strada.

Collina Strada.
Coll­ina Strada. Ljós­mynd/​Coll­ina Strada
Mossi.
Mossi. Ljós­mynd/​Mossi
Bottega Veneta.
Bottega Veneta. Ljós­mynd/​Bottega Veneta
Acne Studios.
Acne Studi­os. Ljós­mynd/​Acne Studi­os
Acne Studios.
Acne Studi­os. Ljós­mynd/​Acne Studi­os
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda