Elskar að finna notaðar barnaflíkur á góðu verði

Fagurkerinn Karin Sveinsdóttir kaupir barnaföt meðal annars í Barnaloppunni því …
Fagurkerinn Karin Sveinsdóttir kaupir barnaföt meðal annars í Barnaloppunni því þar er hægt að fá fín föt á góðu verði. Ljósmynd/Aðsend

Kar­in Sveins­dótt­ir er 28 ára móðir og unn­usta. Hún er sann­kallaður fag­ur­keri en Tripp Trapp­stóll dótt­ur henn­ar er upp­á­halds­barna­hús­gagnið á heim­il­inu enda mikið notaður.

Hvað ertu að fást við þessa dag­ana?

„Ég er mamma, vinn í leik­skóla og er að klára stúd­ent­inn.“

Hvað get­ur þú sagt mér um upp­á­halds­mat­inn þinn?

„Ég er mjög hrif­in af sus­hi. Lamba­kjöt sem maður­inn minn eld­ar er líka í upp­á­haldi.“

Hvað elsk­ar dótt­ir þín að borða?

„Upp­á­halds­mat­ur­inn henn­ar er grjóna­graut­ur og hún er mjög hrif­in af ávöxt­um.“

Áttu þér upp­á­haldsveit­inga­hús?

„Við vin­kon­urn­ar erum bún­ar að fara mikið á Skreið upp á síðkastið. Mjög kósí staður og góðir rétt­ir.“

Sushi er uppáhaldsmatur Karinar.
Sus­hi er upp­á­halds­mat­ur Karin­ar.
Tripp Trapp-stóllinn frá Stokke er mest notaða barnahúsgagnið á heimilinu.
Tripp Trapp-stóll­inn frá Stokke er mest notaða barna­hús­gagnið á heim­il­inu.

Reyn­ir að hafa ekki of mikið fyr­ir stafni

Hvernig hugs­ar þú um heils­una?

„Ég reyni að borða hollt, hreyfa mig, fara í sund og göngu­túra. Ég var að byrja á bar­re-nám­skeiði í Kram­hús­inu sem er eig­in­lega skemmti­leg­asta hreyf­ing sem ég hef prófað. Ég þarf líka að hugsa vel um and­legu heils­una og reyni að hafa ekki alltof mikið fyr­ir stafni og taka bara einn dag í einu.“

Ertu að safna þér fyr­ir hús­gagni?

„Mig dreym­ir um alls kon­ar hús­gögn og þá sér­stak­lega stóla en ekk­ert sér­stakt sem ég er að safna mér fyr­ir eins og er. Pin­t­erestið mitt er fullt af hús­gögn­um sem væri draum­ur að eiga ein­hvern tím­ann í framtíðinni.“

Hvað er upp­á­halds­hús­gagnið sem teng­ist barn­inu?

„Tripp trapp-stóll­inn henn­ar er mest notaður á okk­ar heim­ili. Hún elsk­ar að dunda sér við borðstofu­borðið og föndra, lita, leira og perla.“

Hvaða for­rit not­ar þú mest í sím­an­um þínum?

„In­sta­gram og Messenger.“

Er eitt­hvert lag sér­stak­lega mikið í spil­un hjá þér núna?

„Ven­us með Zöru Lars­son er mjög gott „vibe“. Get hlustað á það oft í röð.“

Karin núllstillir sig meðal annars með því að fara í …
Kar­in núllstill­ir sig meðal ann­ars með því að fara í sund, gufu og kalda pott­inn. Unsplash/​Todd Quacken­bush
Karin og vinkonur hennar eru hrifnar af veitingastaðnum Skreið á …
Kar­in og vin­kon­ur henn­ar eru hrifn­ar af veit­ingastaðnum Skreið á Lauga­vegi. Ljós­mynd/​Skreið

Sund, gufa og kaldi pott­ur­inn

Hvar kaup­irðu helst barna­föt?

„Í Barnal­opp­unni. Ég elska að finna notaðar barnaflík­ur á góðu verði en ég hef líka verið að versla upp á síðkastið í Yrju versl­un, Pol­arn O' Pyr­et og finnst gam­an að kíkja í Pe­tit.“

Hvaða þætti ertu að horfa á núna?

„Love Is­land og The Office, í fjórða skiptið. Mjög ólíkt en hvort tveggja skemmti­legt.“

Hvernig skipu­legg­ur þú dag­inn þinn?

„Við maður­inn minn erum með app sem heit­ir Family Wall í sím­an­um þar sem við setj­um inn allt sem er á döf­inni hjá okk­ur. Ann­ars reyni ég að skrifa lista ef það er mikið sem ég þarf að muna.“

Hvernig núllstill­irðu þig?

„Fer í sund, gufu og kalda pott­inn eða hef kósí með fjöl­skyld­unni minni.“

Hvað reyn­ir þú að forðast í líf­inu?

„Nei­kvæðni og fólk sem kem­ur ekki vel fram.“

Hvaða mann­eskja hef­ur haft mest áhrif á líf þitt?

„Ég er mjög náin fjöl­skyld­unni minni og þau hafa öll haft mis­mun­andi áhrif. En dótt­ir mín er sú sem hef­ur haft mest áhrif á líf mitt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda