Tíu flottir dragtarjakkar í verslunum núna

Vel sniðinn dragt­ar­jakki fer með þig langa leið. Hann get­ur nýst við ótal mörg til­efni, pass­ar við svo margt og er eins og traust­ur vin­ur í skápn­um. Nú er breitt úr­val af þeim í versl­un­um hér á landi, á mis­mun­andi verðbili og í fjöl­breytt­um lit­um.

Svart­ur dragt­ar­jakki ætti að vera í öll­um fata­skáp­um. Hann má nota yfir hvíta stutterma­boli og galla­bux­ur í vinn­una og háa hæla síðar sama kvöld. En nú þegar er farið að vora þá má líka al­veg líta á bjart­ari liti.

Smjörgul­ur, tóm­atrauður og ólífug­rænn verða áber­andi í sum­ar. En lit­ir eins og ljós­grár og drapp­litaður eru alltaf klass­ísk­ir og nýt­ast þér næstu ár.

Hér fyr­ir neðan eru tíu flott­ir dragt­ar­jakk­ar sem fást í versl­un­um núna.

Smjörgulur hörjakki úr Cos sem kostar 35.000 kr.
Smjörgul­ur hörjakki úr Cos sem kost­ar 35.000 kr.
Tómatrauður jakki frá Saint Tropez, fæst í Karakter og Companys …
Tóm­atrauður jakki frá Saint Tropez, fæst í Karakt­er og Comp­anys og kost­ar 12.995 kr.
Ljósgrár jakki frá the.garment, fæst í Andrá og kostar 85.900 …
Ljós­grár jakki frá the.garment, fæst í Andrá og kost­ar 85.900 kr.
Svartur jakki frá Munthe, fæst í Kultur og kostar 49.995 …
Svart­ur jakki frá Munt­he, fæst í Kult­ur og kost­ar 49.995 kr.
Svartur jakki með hvítum smáatriðum frá Stine Goya, fæst í …
Svart­ur jakki með hvít­um smá­atriðum frá Stine Goya, fæst í Andrá og kost­ar 51.900 kr.
Jakki frá Birgitte Herskind, fæst hjá FOU22 og kostar 58.900 …
Jakki frá Birgitte Her­skind, fæst hjá FOU22 og kost­ar 58.900 kr.
Ólífugrænn jakki úr Zöru sem kostar 15.995 kr.
Ólífug­rænn jakki úr Zöru sem kost­ar 15.995 kr.
Dökkblár jakki frá Closed, fæst í Mathildu og kostar 74.990 …
Dökk­blár jakki frá Closed, fæst í Mat­hildu og kost­ar 74.990 kr.
Ljós jakki með axlapúðum, fæst í Zöru og kostar 11.995 …
Ljós jakki með axla­púðum, fæst í Zöru og kost­ar 11.995 kr.
Ljósbrúnn dragtarjakki frá Second Female, fæst hjá FOU22 og kostar …
Ljós­brúnn dragt­ar­jakki frá Second Female, fæst hjá FOU22 og kost­ar 29.900 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda