Vel sniðinn dragtarjakki fer með þig langa leið. Hann getur nýst við ótal mörg tilefni, passar við svo margt og er eins og traustur vinur í skápnum. Nú er breitt úrval af þeim í verslunum hér á landi, á mismunandi verðbili og í fjölbreyttum litum.
Svartur dragtarjakki ætti að vera í öllum fataskápum. Hann má nota yfir hvíta stuttermaboli og gallabuxur í vinnuna og háa hæla síðar sama kvöld. En nú þegar er farið að vora þá má líka alveg líta á bjartari liti.
Smjörgulur, tómatrauður og ólífugrænn verða áberandi í sumar. En litir eins og ljósgrár og drapplitaður eru alltaf klassískir og nýtast þér næstu ár.
Hér fyrir neðan eru tíu flottir dragtarjakkar sem fást í verslunum núna.