Smekklegustu karlmenn landsins

Þessir kunna að klæða sig!
Þessir kunna að klæða sig! Samsett mynd

Það þykir mik­il gjöf að vera smekk­leg­ur og átta sig á því hvað föt­in geta gert fyr­ir mann. Þess­ir karl­menn á list­an­um eiga það sam­eig­in­legt að nota fata­stíl­inn til að tjá sig og hafa gam­an að því. 

Þetta eru leik­ar­ar, íþrótta­stjörn­ur, fjár­málaráðgjaf­ar og hjúkr­un­ar­fræðing­ar sem leggja mikið upp úr því að vera snyrti­leg­ir til fara.

Ryan Corcu­era

Ryan Corcu­era, hjúkr­un­ar­fræðing­ur á tauga­deild Land­spít­al­ans, er smekkmaður mik­ill og með afar fágaðan og klass­ísk­an fata­stíl.

Hann hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlasíðunni TikT­ok fyr­ir skemmti­leg mynd­bönd sem gefa inn­sýn í fjöl­breytt og krefj­andi starf hjúkr­un­ar­fræðinga.  

Ryan Corcuera veit fátt skemmtilegra en að ferðast og er …
Ryan Corcu­era veit fátt skemmti­legra en að ferðast og er dug­leg­ur að deila mynd­um og mynd­skeiðum frá ferðalög­um sín­um. Skjá­skot/​In­sta­gram

Kristó­fer Acox 

Körfuknatt­leiksmaður­inn Kristó­fer Acox er þekkt­ur fyr­ir að leika list­ir sín­ar ná­lægt körf­unni, enda lyk­ilmaður í ís­lenska landsliðinu og liði Vals.

Hæfi­leik­ar þessa unga manns liggja þó ekki aðeins á vell­in­um, en Kristó­fer hef­ur ít­rekað sýnt og sannað að hann kann að velja fal­leg­ar flík­ur og til þess þarf sko færni.

Kristófer Acox er alltaf flottur til fara.
Kristó­fer Acox er alltaf flott­ur til fara. Skjá­skot/​In­sta­gram

Kol­beinn Arn­björns­son

Leik­ar­inn Kol­beinn Arn­björns­son er með klass­ísk­an fata­stíl. Hann er fædd­ur og upp­al­inn á Ólafs­firði og leyf­ir sveitastrákn­um gjarn­an að skína í gegn með klæðaburði sín­um.

Kolbeinn Arnbjörnsson er ansi flottur.
Kol­beinn Arn­björns­son er ansi flott­ur. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal

Teit­ur Páll Reyn­is­son

Teit­ur Páll starfar í fjár­mál­um og í þeim geira treyst­ir fólk þeim bet­ur sem snyrti­leg­ir eru til fara. Fata­stíll Teits er stíl­hreinn og smekk­leg­ur enda er hann þekkt­ur fyr­ir að vera með allt upp á tíu. Það má líta til hans sem inn­blást­urs þegar kem­ur að yf­ir­höfn­um og flott­um skyrt­um.

Teitur Páll er alltaf flottur til fara.
Teit­ur Páll er alltaf flott­ur til fara. Skjá­skot/​In­sta­gram

Jens Hilm­ar Wessman

Jens Hilm­ar Wessman, son­ur Ró­berts Wessman at­hafna­manns og Sig­ríðar Ýrar Jens­dótt­ur lækn­is, vek­ur eft­ir­tekt hvar sem hann kem­ur enda ávallt með putt­ann á púls­in­um varðandi það nýj­asta í tísku­heim­in­um.

Jens Hilmar Wessman velur aðeins það besta.
Jens Hilm­ar Wessman vel­ur aðeins það besta. Skjá­skot/​In­sta­gram

Daði Kristjáns­son

Stofn­andi og eig­andi Visku Capital, Daði Kristjáns­son, er mikið í ljós­um föt­um sem hann bland­ar við bláa tóna. Hann á marga flotta jakka sem hann get­ur notað í vinn­una þar sem hann þarf að vera snyrti­leg­ur til fara.

Daði blandar oft saman kremuðum og bláum litum.
Daði bland­ar oft sam­an kremuðum og blá­um lit­um. mbl.is/​Hall­ur Már

Úlfar Vikt­or Björns­son

Úlfar Vikt­or Björns­son, förðun­ar­fræðing­ur, söngv­ari og flugþjónn, legg­ur mikið upp úr því að hugsa vel um út­litið og not­ar föt til að tjá til­finn­ing­ar sín­ar og líf­leg­an per­sónu­leika. Hann klæðist gjarn­an lit­rík­um og skemmti­leg­um flík­um, í lit­um regn­bog­ans.

Þessi jakkaföt...Vá!
Þessi jakka­föt...Vá! Skjá­skot/​In­sta­gram

Arn­ar Pét­urs­son

Hlaup­ar­inn Arn­ar Pét­urs­son er al­gjör töffari og vel­ur gjarn­an þæg­indi fram yfir spari­föt, enda alltaf á fleygi­ferð. Í fata­skáp hans leyn­ast þó flott­ar og töffara­leg­ar flík­ur sem hann tek­ur fram á hvíld­ar­dög­um.

Arnar Pétursson gæti auðveldlega verið einn af T-Birds úr söngvamyndinni …
Arn­ar Pét­urs­son gæti auðveld­lega verið einn af T-Birds úr söngv­amynd­inni Grea­se. Skjá­skot/​In­sta­gram

Jón Þor­geir Kristjáns­son

Jón Þor­geir Kristjáns­son, jafn­an kallaður Jorri, hef­ur lifað og hrærst í leik­hús­inu um langa hríð. Hann er for­stöðumaður sam­skipta, markaðsmá­la og upp­lif­un­ar hjá Þjóðleik­hús­inu og hef­ur oft­ar en ekki vakið at­hygli fyr­ir fágaðan og stíl­hrein­an fata­stíl.

Jón Þorgeir elskar góða rúllukragapeysu.
Jón Þor­geir elsk­ar góða rúllukragapeysu. Skjá­skot/​Face­book

Ásgeir Jóns­son

Seðlabanka­stjór­inn Ásgeir Jóns­son á fjöld­ann all­an af flott­um jakka­föt­um. Hann verður auðvitað að vera snyrti­leg­ur til fara í vinn­unni og hann tek­ur það alla leið. Teinótt jakka­föt með vesti er hans ein­kennisklæðnaður og hann gleym­ir ekki mik­il­væg­um fylgi­hlut­um eins og bindi og vasa­klút.

Seðlabankastjóri er alltaf flottur í tauinu.
Seðlabanka­stjóri er alltaf flott­ur í tauinu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Andre­an Sig­ur­geirs­son

Andre­an Sig­ur­geirs­son, dans­ari, dans­höf­und­ur og meðstjórn­andi Sam­tak­anna ‘78, er mik­ill áhugamaður um tísku og er óhrædd­ur við að fara sín­ar eig­in leiðir þegar kem­ur að klæðaburði.

Andrean er með skemmtilegan fatastíl.
Andre­an er með skemmti­leg­an fata­stíl. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Jakob van Ooster­hout

Hinn ís­lensk-hol­lenski Jakob van Ooster­hout, rís­andi stjarna í leik­list­ar­heim­in­um, er með mjög skemmti­leg­an fatasmekk og vel­ur gjarn­an tíma­laus­ar flík­ur sem eru alltaf í tísku.

Jakob van Oosterhout er með bros sem bræðir.
Jakob van Ooster­hout er með bros sem bræðir. Ljós­mynd/​Saga Sig

Daði Freyr Pét­urs­son

Tón­list­armaður­inn og fyrr­um Eurovisi­on-kepp­and­inn Daði Freyr Pét­urs­son treyst­ir á eigið inn­sæi þegar kem­ur að fata­vali og hef­ur gam­an af því að klæðast lit­rík­um og þægi­leg­um flík­um sem gera hon­um kleift að hoppa og skoppa á sviðinu.

Daði Freyr er alltaf flottur.
Daði Freyr er alltaf flott­ur. Ljós­mynd/​Al­ess­andra Laurencik

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son

Hall­dór Benja­mín for­stjóri Heima er mikið fyr­ir köfl­ótt­ar flík­ur, hvort sem það eru stak­ir jakk­ar eða jakka­föt. Hann er yf­ir­leitt í ljósri skyrtu við og vesti þegar vel ligg­ur á hon­um.

Halldór Benjamín Þorbergsson.
Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son. mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda