Guðrún Eyfjörð leigði sér kjól fyrir tónleika

Guðrún var stórglæsileg í kjólnum.
Guðrún var stórglæsileg í kjólnum. mbl.is/Eyþór/Samsett mynd

Söng­kon­an Guðrún Ýr Eyfjörð Jó­hann­es­dótt­ir, eða GDRN, er þekkt fyr­ir skemmti­leg­an fata­stíl. Hún er óhrædd við að stíga út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og klæðist yf­ir­leitt glæsi­leg­um föt­um þegar hún kem­ur fram. 

Það var raun­in þegar hún kom fram á heiðurs­tón­leik­um til­einkuðum Vil­hjálmi Vil­hjálms­syni sem haldn­ir voru í Hörpu á dög­un­um. Hún klædd­ist stór­glæsi­leg­um síðum og glitrandi kjól. Um mittið var hún með perlað belti og með hárið upp sett. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by GDRN (@eyfjord)

Kjóll til leigu

Marg­ir ættu að fagna því að kjóll­inn er til leigu á ís­lensku kjóla­leigusíðunni Bag & Tag. Vef­versl­un­in býður upp á marg­ar teg­und­ir af kjól­um sem má leigja við hin ýmsu til­efni. Þetta er sniðug lausn fyr­ir þá sem vilja helst ekki versla fok­dýr­an kjól við eitt til­efni held­ur leigja hann fyr­ir góða kvöld­stund. Fram­boð af alls kon­ar kjóla- og fata­leig­um hef­ur auk­ist und­an­far­in ár og notið mik­illa vin­sælda. 

Kjóll­inn er gyllt­ur að lit, úr 95% nælon og 5% teygju. Kjóll­inn er þak­inn glitrandi stein­um úr gleri. Hann er aðsniðinn og er önn­ur öxl­in ber sem gef­ur sniðinu meiri glæsi­leika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda