Skyrta Kristrúnar fæst hér á landi

Kristrún sló í gegn í skyrtunni.
Kristrún sló í gegn í skyrtunni. mbl.is/Eggert/Samsett mynd

Lands­fund­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fór fram um helg­ina þar sem Kristrún Frosta­dótt­ir var end­ur­kjör­in formaður flokks­ins. 

Skyrt­an sem hún klædd­ist um helg­ina vakti at­hygli fyr­ir það að henta vel fyr­ir þenn­an árs­tíma. Skyrt­an er kremuð að lit með skemmti­leg­um smá­atriðum eins og fín­gerðu hvítu kögri. Kristrún hneppti skyrt­unni al­veg upp að hálsi eins og hún er vön.

Fyr­ir þá sem heilluðust af skyrtu Kristrún­ar ættu að fagna því að skyrt­an fæst hér á landi. Hún er frá einu upp­á­halds­merki ís­lenskra kvenna, danska tísku­merk­inu Day Bir­ger Et Mikk­el­sen. 

100% viskós er í skyrt­unni. Viskós þykir anda vel, það er mjúkt og létt efni og verður oft fyr­ir val­inu þegar hlýna fer í veðri. Það þarf hins veg­ar oft­ast að fara með viskós-flík­ur í þurr­hreins­un þar sem þær eiga til með að minnka veru­lega í þvotti. 

Sniðið er stutt en það þýðir að flík­in nær rétt fyr­ir neðan mittið. Erm­arn­ar eru lang­ar með stór­um silf­ur­lituðum hnöpp­um sem setja skemmti­leg­an karakt­er á flík­ina. 

Skyrt­an fæst í Evu og Kult­ur og kost­ar 32.995 kr. Eins skyrta fæst í svört­um lit en þá eru smá­atriðin eins og kögrið ekki jafn áber­andi.

Kristrún er vön að hneppa skyrtum alveg upp að hálsi.
Kristrún er vön að hneppa skyrt­um al­veg upp að hálsi. mbl.is/​Eggert
Skyrtan fæst í þessum ljósa lit eða alveg svörtum.
Skyrt­an fæst í þess­um ljósa lit eða al­veg svört­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda