Tónlistarmaðurinn og fyrrum Eurovision-keppandinn Daði Freyr Pétursson gerði á dögunum dramatískar breytingar á útliti sínu.
Hinn ástsæli söngvari, sem gerði allt vitlaust með laginu Think About Things árið 2020, lét síða hárið fjúka og skartar nú stuttu hári og þykku skeggi.
Daði Freyr frumsýndi nýja hárið á Instagram-síðu sinni rétt í þessu og hefur færslan þegar vakið mikla athygli, en þegar þetta er skrifað hafa hátt í 600 manns lækað við myndina.
„I did a thing,“ skrifaði tónlistarmaðurinn við myndina.
Daði Freyr var á dögunum valin á lista Smartlands yfir smekklegustu menn landsins, enda með skemmtilegan og litríkan fatastíl.