Laufey í eftirsóttri hátísku á forsíðunni

Draumkenndar bóhemflíkur einkenna sumarlínu Chloé.
Draumkenndar bóhemflíkur einkenna sumarlínu Chloé. Skjáskot/WWW/Chloé

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir klædd­ist einu vin­sæl­asta há­tísku­merki heims í dag á forsíðu tísku­tíma­rits­ins WWW eða Who What Wear. 

Lauf­ey er í forsíðuviðtali í aprílút­gáfu tíma­rits­ins og fylg­ir því heill myndaþátt­ur með mynd­um af henni í glæsi­leg­asta fatnaði sem völ er á. Föt­in sem hún klæðist á forsíðunni eru frá franska tísku­hús­inu Chloé sem er eitt það eft­ir­sótt­asta í dag eft­ir að nýr list­rænn stjórn­andi, Chemena Kamali, tók við. Kamali er tal­in hafa komið bóhem­tísk­unni af stað sem verður vin­sæl í sum­ar og áfram inn í haustið. 

Föt­in eru úr vor- og sum­ar­línu Chloé fyr­ir árið 2025 og eru í lit­skrúðugu blóma­mynstri. Þetta eru blússa og stutt­bux­ur í sama mynstri og virk­ar sem kjóll þegar þetta er notað sam­an. Stutt­bux­urn­ar eru stutt­ar og líta út eins og pils en blúss­an er með rosa­leg­um, draum­kennd­um erm­um sem ná nán­ast að ökkl­um.

Við föt­in klæðist Lauf­ey ljós­blá­um gúmmísan­döl­um með flöt­um botni. Fyr­ir sum­arið vakti það mikla at­hygli að kjól­ar, pils og galla­bux­ur voru stíliseruð með flat­botna skóm eða striga­skóm. Það er þægi­legt að vita það fyr­ir sum­arið.

Litirnir í mynstrinu eru fallegir.
Lit­irn­ir í mynstr­inu eru fal­leg­ir. Skjá­skot/​Chloé
Stuttbuxurnar á vefsíðu Chloé. Þær kosta rúmlega 216 þúsund krónur …
Stutt­bux­urn­ar á vefsíðu Chloé. Þær kosta rúm­lega 216 þúsund krón­ur á gengi dags­ins í dag og eru upp­seld­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda