Snyrtivörurnar sem þú kaupir aftur og aftur

Sumar snyrtivörur eru eins og traustir vinir.
Sumar snyrtivörur eru eins og traustir vinir.

Það er auðvelt að falla fyr­ir þeirri nýj­ungagirni sem snyrti­vöru­heim­ur­inn býður upp á og hafa gam­an af upp­færðum formúl­um, lit­um og áferðum. En marg­ar þeirra eru aðeins keypt­ar í eitt skipti og aldrei aft­ur og sitja jafn­vel óhreyfðar í baðskápn­um í marga mánuði. 

Svo eru aðrar snyrti- og húðvör­ur sem eru eins og traust­ir vin­ir og þú sæk­ir í aft­ur og aft­ur. Þetta eru vör­urn­ar sem þú veist hvað standa fyr­ir og hvað þær geta gert fyr­ir þig.

Snyrti­vör­ur

Terracotta-sólar­púður frá Gu­erlain

Sólar­púðrið sem þú kaup­ir aft­ur og aft­ur. Þetta er helsta tákn snyrti­vörumerk­is­ins Gu­erlain og eitt mest selda sólar­púður í Evr­ópu. Gef­ur þér heil­brigðan ljóma. 

Terracotta-sólarpúður frá Guerlain.
Terracotta-sólar­púður frá Gu­erlain.

Sky High-maskari frá May­bell­ine

Maskar­inn gef­ur augn­hár­un­um aukið um­fang og mikla lengd. Burst­inn er hannaður til að ná til allra augn­hár­anna, þeirra löngu og stuttu. Maskar­inn er einnig á góðu verði sem er alltaf plús.

Sky High-maskari frá Maybelline sem kostar 3.199 kr.
Sky High-maskari frá May­bell­ine sem kost­ar 3.199 kr.

Stylo Yeux-augn­blý­ant­ur frá Chanel

Þetta er vatns­held­ur augn­blý­ant­ur sem þykir ótrú­lega vel heppnaður. Hann er auðveld­ur í notk­un og kless­ist ekki. Húðolía sem mynd­ast yfir dag­inn hef­ur ekki áhrif og hann end­ist þér frá morgni til kvölds. Augn­blý­ant­ur­inn kem­ur í mörg­um lit­um.

Stylo Yeux vatnsheldur augnblýantur frá Chanel.
Stylo Yeux vatns­held­ur augn­blý­ant­ur frá Chanel.

Hypnose-maskari frá Lancomé

Það er auðvelt að byggja þenn­an maskara upp og er burst­inn ein­stak­lega þægi­leg­ur. Fyr­ir þær sem vilja ekki allt of mikið drama en samt fal­leg augn­hár. Burst­inn skil­ur auðveld­lega á milli augn­hár­anna og gef­ur aukna þykk­ingu og leng­ingu.

Hypnose-maskarinn frá Lancome sem kostar 5.999 kr.
Hypnose-maskar­inn frá Lancome sem kost­ar 5.999 kr.

Paint Pot-augnskugg­ar frá MAC

Kremuð áferðin er þægi­leg, renn­ur auðveld­lega á húðina og það er mjög þægi­legt að bera augnskugg­ann á augn­lokið. Augnskugg­inn end­ist mjög lengi, verður ekki köku­leg­ur og kem­ur í mörg­um fal­leg­um lit­um.

Paint Pot-augnskuggi frá MAC í litnum Layin' Low sem kostar …
Paint Pot-augnskuggi frá MAC í litn­um Lay­in' Low sem kost­ar 5.890 kr.

Rou­ge Coco-varag­loss frá Chanel

Þetta varag­loss er í upp­á­haldi vegna áferðar­inn­ar sem klístr­ast ekki og verður ekki óþægi­leg á vör­un­um. Lit­ur­inn er líka full­kom­inn fyr­ir hvers­dags­lega notk­un. Það er erfitt að finna gloss sem topp­ar þetta. 

Rouge Coco-gloss frá Chanel í litnum 722 Noce Moscata.
Rou­ge Coco-gloss frá Chanel í litn­um 722 Noce Moscata.

CC+ krem frá It Cos­metics

CC+ kremið er vin­sæl­asta CC-kremið í Banda­ríkj­un­um og er á góðri leið með að vera það hér á landi líka. Þetta er vel þekj­andi farði, fyr­ir­byggj­andi ser­um gegn öldrun húðar, er með breiðvirka sól­ar­vörn, lita­leiðrétt­ir húðina, hyl­ur dökka bletti en er einnig raka­gef­andi eins og gott rakakrem. 

CC+ krem frá It Cosmetics, kostar 7.999 kr.
CC+ krem frá It Cos­metics, kost­ar 7.999 kr.

Blush-Up kremaður kinna­lit­ur frá GOSH

Bleik­ur kinna­lit­ur­inn kem­ur í túpu, bráðnar auðveld­lega inn í húðina og gef­ur nátt­úru­leg­an ljóma. Auðvelt í notk­un þar sem áferðin er blaut. Þetta er fyr­ir þá sem elska ljóm­andi frísk­leika.

Blush-Up-kinnalitur frá Gosh, kostar 3.199 kr.
Blush-Up-kinna­lit­ur frá Gosh, kost­ar 3.199 kr.

Les Beiges frá Chanel

Þetta er snyrti­var­an sem þú held­ur að geri ekki sér­stak­lega mikið í upp­hafi en lær­ir hægt og hægt á. Les Beiges er mjög létt­ur farði sem frísk­ar upp á húðina þína svo um mun­ar. Inni­haldið er 75% vatn svo það er mjög raka­gef­andi. Á sumr­in er þetta það eina sem þarf á húðina.

Les Beiges léttur farði frá Chanel.
Les Beiges létt­ur farði frá Chanel.

Bronz­ing Gel frá Sensai

Þetta gel­krem frá Sensai hef­ur und­an­far­in ár verið ein vin­sæl­asta snyrti­var­an á Íslandi. Gef­ur þér frísk­leika og smá brons í upp­hafi dags. Létt og ljúf áferð.

Sensai Bronzing Gel sem kostar 5.999 kr.
Sensai Bronz­ing Gel sem kost­ar 5.999 kr.

Teint Idole-hylj­ari frá Lancomé

Þetta er eini hylj­ar­inn sem þú þarft. Hann end­ist í allt að 24 klukku­stund­ir, húðinni líður vel og and­ar. Miðlungsþekja sem verður til þess að hylj­ar­inn leggst ekki í fín­ar lín­ur. Það er auðvelt að setja hann á sig með burst­an­um sem fylg­ir með.

Teint Idole-hyljari frá Lancomé, kostar 6.299 kr.
Teint Idole-hylj­ari frá Lancomé, kost­ar 6.299 kr.

Lum­in­ous Silk-farði frá Gi­orgio Armani

Farði sem gef­ur þér ljóm­andi húð, er létt­ur og auðvelt að byggja upp. Áferðin er silkimjúk en farðinn lag­ar og jafn­ar yf­ir­bragð húðar­inn­ar. Þeir sem prófa hann segja erfitt að snúa aft­ur í aðra farða og eiga þenn­an alltaf til í snyrti­budd­unni.

Luminous Silk-farði frá Giorgio Armani, fæst í Lyf & heilsu …
Lum­in­ous Silk-farði frá Gi­orgio Armani, fæst í Lyf & heilsu og kost­ar 11.298 kr.

Rosalique litað dag­krem

Ein­stök formúla sem er sér­stak­lega hönnuð til að vera hröð, ör­ugg og ár­ang­urs­rík lausn fyr­ir roða í húð. Kremið er grænt á lit­inn en þegar það er borið á húðina hyl­ur það roðann sem var á húðinni og aðlag­ast húðlitn­um. Þau sem kljást við rós­roða elska þetta krem.

Rosalique litað dagkrem, kostar 6.999 kr.
Rosalique litað dag­krem, kost­ar 6.999 kr.

Húðvör­ur

Skin Food frá Weleda

Þetta krem er notað á hverj­um degi yfir köldu og þurru mánuðina. Skin Food frá Weleda er al­hliða krem sem róar húðina og ger­ir hana mjúka og slétta. Kremið er sér­stak­lega gott fyr­ir þurra húð en er einnig frá­bært á hend­ur og fæt­ur. 

Skin Food frá Weleda, 3.599 kr.
Skin Food frá Weleda, 3.599 kr.

Miner­al-and­lits­maski frá Blue Lagoon Skincare

Öflug­ur and­lits­maski frá Blue Lagoon Skincare sem inni­held­ur steinefna­rík­an jarðsjó Bláa lóns­ins. Hann er mild­ur en öfl­ug­ur og við mæl­um með að nota hann yfir nótt fyr­ir aukið raka­skot þegar húðin þarf á því að halda.

Mineral-andlitsmaski frá Blue Lagoon Skincare, kostar frá 5.900 kr.
Miner­al-and­lits­maski frá Blue Lagoon Skincare, kost­ar frá 5.900 kr.

Sun Glow Ser­um frá Ang­an

Létt og þægi­leg húðolía sem skil­ur eft­ir sig ljóma í upp­hafi dags. Húðin verður bjart­ari, stinn­ari og húðtónn­inn jafn­ari. Þegar serumið klár­ast muntu sakna þess og end­ur­nýja um hæl. 

Sun Glow Serum frá Angan sem kostar 15.800 kr.
Sun Glow Ser­um frá Ang­an sem kost­ar 15.800 kr.

Face Tan Water frá Eco By Sonia

Marg­verðlaunuð vara sem gef­ur þér fal­leg­an lit, dreg­ur úr öldrun húðar­inn­ar, minnk­ar lík­ur á ból­um og er ró­andi og græðandi. Best er að setja nokkra dropa í bóm­ull á þurra og hreina húð fyr­ir svefn­inn. Þetta frísk­ar þig upp á stund­inni.

Face Tan Water, fæst í Maí og kostar 6.990 kr.
Face Tan Water, fæst í Maí og kost­ar 6.990 kr.

Decu­bal Lips & Dry Spots Balm

Þegar var­irn­ar, húðin í kring­um aug­un eða and­litið þurfa auka ást þá kem­ur þessi sal­vi sterk­ur inn. Hann hent­ar vel fyr­ir þurrku­bletti og ætti alltaf að vera í tösk­unni.

Decubal Lips & Dry Spots Balm sem kostar 2.129 kr.
Decu­bal Lips & Dry Spots Balm sem kost­ar 2.129 kr.

BI­OEF­FECT EGF Ser­um

Vin­sæl­asta vara ís­lenska húðvörumerk­is­ins BI­OEF­FECT eru drop­arn­ir sem örva nátt­úru­lega kolla­genfram­leiðslu og viðhalda sléttri og heil­brigðri ásýnd húðar­inn­ar. Þetta hent­ar þeim sem vilja vinna á sjá­an­leg­um öldrun­ar­merkj­um eins og fín­um lín­um og hrukk­um.

BIOEFFECT EGF Serum, 15.990 kr.
BI­OEF­FECT EGF Ser­um, 15.990 kr.

Ni­vea-augn­f­arðahreins­ir

Þenn­an augn­f­arðahreinsi frá Ni­vea hafa lík­lega flest­ir verslað á síðustu árum. Hann er á góðu verði og þykir vera einn sá besti sem völ er á. Hreins­ir­inn er mild­ur, fjar­læg­ir farða og maskara og er sér­stak­lega hannaður fyr­ir viðkvæmt augnsvæðið og pass­ar vel upp á augn­hár­in. 

Nivea Gentle Eye Make-up Remover, 599 kr.
Ni­vea Gentle Eye Make-up Remo­ver, 599 kr.

And­lits­hreins­ir frá Row­se

Olíuf­arði frá Row­se sem breyt­ist yfir í mjólkurá­ferð. Það er sér­stak­lega þægi­legt að fjar­lægja farðann með þess­um hreinsi sem er mild­ur við húðina og skil­ur hana eft­ir með dá­sam­leg­um ilm. Fjar­læg­ir farða, óhrein­indi og óþarfa húðolíu eft­ir dag­inn.

Jasmín-andlitshreinsir frá Rowse, fæst í Officina og kostar 6.490 kr.
Jasmín-and­lits­hreins­ir frá Row­se, fæst í Offic­ina og kost­ar 6.490 kr.

La Roche Posay-augnkrem

Þetta augnkrem er sér­stak­lega hannað fyr­ir viðkvæma húð og þá húð sem finn­ur stund­um fyr­ir of­næmis­ein­kenn­um. Kremið dreg­ur úr þurrki um­hverf­is augnsvæðið og er án ilm­efna og alkó­hóls.

Toleriane-augnkrem frá La Roche-Posay sem kostar 5.799 kr.
Toler­ia­ne-augnkrem frá La Roche-Posay sem kost­ar 5.799 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda