Það er auðvelt að falla fyrir þeirri nýjungagirni sem snyrtivöruheimurinn býður upp á og hafa gaman af uppfærðum formúlum, litum og áferðum. En margar þeirra eru aðeins keyptar í eitt skipti og aldrei aftur og sitja jafnvel óhreyfðar í baðskápnum í marga mánuði.
Svo eru aðrar snyrti- og húðvörur sem eru eins og traustir vinir og þú sækir í aftur og aftur. Þetta eru vörurnar sem þú veist hvað standa fyrir og hvað þær geta gert fyrir þig.
Sólarpúðrið sem þú kaupir aftur og aftur. Þetta er helsta tákn snyrtivörumerkisins Guerlain og eitt mest selda sólarpúður í Evrópu. Gefur þér heilbrigðan ljóma.
Maskarinn gefur augnhárunum aukið umfang og mikla lengd. Burstinn er hannaður til að ná til allra augnháranna, þeirra löngu og stuttu. Maskarinn er einnig á góðu verði sem er alltaf plús.
Þetta er vatnsheldur augnblýantur sem þykir ótrúlega vel heppnaður. Hann er auðveldur í notkun og klessist ekki. Húðolía sem myndast yfir daginn hefur ekki áhrif og hann endist þér frá morgni til kvölds. Augnblýanturinn kemur í mörgum litum.
Það er auðvelt að byggja þennan maskara upp og er burstinn einstaklega þægilegur. Fyrir þær sem vilja ekki allt of mikið drama en samt falleg augnhár. Burstinn skilur auðveldlega á milli augnháranna og gefur aukna þykkingu og lengingu.
Kremuð áferðin er þægileg, rennur auðveldlega á húðina og það er mjög þægilegt að bera augnskuggann á augnlokið. Augnskugginn endist mjög lengi, verður ekki kökulegur og kemur í mörgum fallegum litum.
Þetta varagloss er í uppáhaldi vegna áferðarinnar sem klístrast ekki og verður ekki óþægileg á vörunum. Liturinn er líka fullkominn fyrir hversdagslega notkun. Það er erfitt að finna gloss sem toppar þetta.
CC+ kremið er vinsælasta CC-kremið í Bandaríkjunum og er á góðri leið með að vera það hér á landi líka. Þetta er vel þekjandi farði, fyrirbyggjandi serum gegn öldrun húðar, er með breiðvirka sólarvörn, litaleiðréttir húðina, hylur dökka bletti en er einnig rakagefandi eins og gott rakakrem.
Bleikur kinnaliturinn kemur í túpu, bráðnar auðveldlega inn í húðina og gefur náttúrulegan ljóma. Auðvelt í notkun þar sem áferðin er blaut. Þetta er fyrir þá sem elska ljómandi frískleika.
Þetta er snyrtivaran sem þú heldur að geri ekki sérstaklega mikið í upphafi en lærir hægt og hægt á. Les Beiges er mjög léttur farði sem frískar upp á húðina þína svo um munar. Innihaldið er 75% vatn svo það er mjög rakagefandi. Á sumrin er þetta það eina sem þarf á húðina.
Þetta gelkrem frá Sensai hefur undanfarin ár verið ein vinsælasta snyrtivaran á Íslandi. Gefur þér frískleika og smá brons í upphafi dags. Létt og ljúf áferð.
Þetta er eini hyljarinn sem þú þarft. Hann endist í allt að 24 klukkustundir, húðinni líður vel og andar. Miðlungsþekja sem verður til þess að hyljarinn leggst ekki í fínar línur. Það er auðvelt að setja hann á sig með burstanum sem fylgir með.
Farði sem gefur þér ljómandi húð, er léttur og auðvelt að byggja upp. Áferðin er silkimjúk en farðinn lagar og jafnar yfirbragð húðarinnar. Þeir sem prófa hann segja erfitt að snúa aftur í aðra farða og eiga þennan alltaf til í snyrtibuddunni.
Einstök formúla sem er sérstaklega hönnuð til að vera hröð, örugg og árangursrík lausn fyrir roða í húð. Kremið er grænt á litinn en þegar það er borið á húðina hylur það roðann sem var á húðinni og aðlagast húðlitnum. Þau sem kljást við rósroða elska þetta krem.
Þetta krem er notað á hverjum degi yfir köldu og þurru mánuðina. Skin Food frá Weleda er alhliða krem sem róar húðina og gerir hana mjúka og slétta. Kremið er sérstaklega gott fyrir þurra húð en er einnig frábært á hendur og fætur.
Öflugur andlitsmaski frá Blue Lagoon Skincare sem inniheldur steinefnaríkan jarðsjó Bláa lónsins. Hann er mildur en öflugur og við mælum með að nota hann yfir nótt fyrir aukið rakaskot þegar húðin þarf á því að halda.
Létt og þægileg húðolía sem skilur eftir sig ljóma í upphafi dags. Húðin verður bjartari, stinnari og húðtónninn jafnari. Þegar serumið klárast muntu sakna þess og endurnýja um hæl.
Margverðlaunuð vara sem gefur þér fallegan lit, dregur úr öldrun húðarinnar, minnkar líkur á bólum og er róandi og græðandi. Best er að setja nokkra dropa í bómull á þurra og hreina húð fyrir svefninn. Þetta frískar þig upp á stundinni.
Þegar varirnar, húðin í kringum augun eða andlitið þurfa auka ást þá kemur þessi salvi sterkur inn. Hann hentar vel fyrir þurrkubletti og ætti alltaf að vera í töskunni.
Vinsælasta vara íslenska húðvörumerkisins BIOEFFECT eru droparnir sem örva náttúrulega kollagenframleiðslu og viðhalda sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar. Þetta hentar þeim sem vilja vinna á sjáanlegum öldrunarmerkjum eins og fínum línum og hrukkum.
Þennan augnfarðahreinsi frá Nivea hafa líklega flestir verslað á síðustu árum. Hann er á góðu verði og þykir vera einn sá besti sem völ er á. Hreinsirinn er mildur, fjarlægir farða og maskara og er sérstaklega hannaður fyrir viðkvæmt augnsvæðið og passar vel upp á augnhárin.
Olíufarði frá Rowse sem breytist yfir í mjólkuráferð. Það er sérstaklega þægilegt að fjarlægja farðann með þessum hreinsi sem er mildur við húðina og skilur hana eftir með dásamlegum ilm. Fjarlægir farða, óhreinindi og óþarfa húðolíu eftir daginn.
Þetta augnkrem er sérstaklega hannað fyrir viðkvæma húð og þá húð sem finnur stundum fyrir ofnæmiseinkennum. Kremið dregur úr þurrki umhverfis augnsvæðið og er án ilmefna og alkóhóls.