Flottar buxur eru oft vandfundnar en þegar tekst að hafa uppi á sniði sem hentar vel eiga margir það til að fjárfesta í nokkrum litum. Buxurnar sem nú eru í tísku hjá herrunum eru stílhreinar með beinum skálmum og passa við margt sem nú þegar er til í fataskápnum.
Litirnir sem eru vinsælastir núna eru ljósir tónar, dökkblár, svartur og dökkgrænn. Þær passa vel við hvíta stuttermaboli, þykkar yfirskyrtur, sportlega jakka eða fínni jakka.
Ljósar buxur úr gallaefni frá Norse Projects, fást í Húrra Reykjavík og kosta 26.990 kr.
Svartar stílhreinar buxur frá Les Deux, fást í Herragarðinum og kosta 16.980 kr.
Ljósbrúnar, beinar buxur frá Cos sem kosta 18.000 kr.
Þægilegar, svartar en flottar buxur frá Les Deux, fást í Herragarðinum og kosta 19.980 kr.
Ljósar buxur úr hörblöndu frá Samsoe Samsoe, fást í GK Reykjavík og Galleri 17 og kosta 21.995 kr.
Dökkgrænar buxur frá Norse Projects, fást í Húrra Reykjavík og kosta 36.990 kr.
Brúnar buxur frá Wood Wood, fást í Kultur og kosta 18.995 kr.
Buxur úr Zöru í afslöppuðum stíl sem kosta 6.995 kr.
Dökkbláar buxur, bundnar í mittið frá A.P.C, fást í Húrra Reykjavík og kosta 36.990 kr.
Svartar buxur, bundnar í mittið úr Jack & Jones sem kosta 10.990 kr.