Kendrick Lamar nýtt andlit Chanel

Kendrick Lamar í nýrri sólgleraugnaherferð Chanel.
Kendrick Lamar í nýrri sólgleraugnaherferð Chanel. Ljósmynd/Chanel

Rapp­ar­inn Kendrick Lam­ar er nýtt and­lit franska há­tísku­húss­ins Chanel og stjarn­an í nýrri sól­ger­augna­her­ferð frá merk­inu. Þetta hef­ur vakið mikla at­hygli þar sem Chanel er ekki með herra­föt en það hef­ur þó ekki stoppað Lam­ar sem þykir mik­il tísku­fyr­ir­mynd núna og hef­ur blandað herra- og dömu­föt­um sam­an.

„Chanel á sér tíma­lausa sögu og það er eitt­hvað sem ég stend fyr­ir. Þar sem þau fram­leiða ekki herra­föt þá vissi ég að það yrðu að vera gler­augu,“ sagði Lam­ar um sam­starfið í frétta­til­kynn­ingu.

Lam­ar sást á tísku­vik­unni í Par­ís fyrr á ár­inu klædd­ur Chanel frá toppi til táar, í ljós­um tweed-jakka, víðum svört­um Chanel-galla­bux­um og með háls­klút frá tísku­hús­inu um höfuðið. Það verður því áhuga­vert að fylgj­ast með klæðaburði hans næstu mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda