Þorgerður og Kristrún nánast óþekkjanlegar

Snjallir hugsa í takt!
Snjallir hugsa í takt! Samsett mynd

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra nýttu sum­ar­dag­inn fyrsta vel í sum­arsól og rjóma­blíðu, en báðar smelltu á sig garðhönsk­un­um og réðust í vor­verk­in. Þær voru hins veg­ar óþekkj­an­leg­ar eft­ir að hafa farið úr vinnu­föt­un­um. Frjáls­leg­ar og frísk­leg­ar með ein­dæm­um. 

Kristrún og Þor­gerður Katrín birtu mynd­ir af sér á In­sta­gram-síðum sín­um sem sýna þær taka til verka, skæl­bros­andi, er þær óskuðu lands­mönn­um gleðilegs sum­ars.

Klæðnaður Kristrún­ar og Þor­gerðar er frá­brugðinn því sem þær kjósa að klæðast á alþingi og held­ur hvers­dags­legri. Dökkt Primaloft-vesti varð fyr­ir val­inu hjá Þor­gerði, app­el­sínu­gult buff, líkt og Guðni Th. Jó­hann­es­son fyrr­ver­andi for­seti sást gjarn­an með, um háls­inn og ljós­grár mer­ino-ull­ar­bol­ur frá 66° Norður.

Dökk hettupeysa Kristrún­ar er einnig áhuga­verð en án efa sniðugt val fyr­ir garðvinn­una. Við hana klædd­ist hún mold­ar­brún­um bux­um og svört­um gúmmí­stíg­vél­um sem fást í versl­un­um eins og Byko eða Lífl­andi.

Það hef­ur færst í auk­ana að stjórn­mála­fólk sýni frá öðrum hliðum hins dag­lega lífs á sam­fé­lags­miðlum.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir þing­kona Sjálf­stæðis­flokks­ins gaf til að mynda skemmti­lega inn­sýn í ferðalag sitt til Mílanó á Ítal­íu fyrr í þess­um mánuði og Jón Gn­arr, þingmaður Viðreisn­ar, hef­ur verið ansi iðinn við að gera grín að galla­buxna-fía­skó­inu.

Ný rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins, sem ber heitið Val­kyrj­u­stjórn­in, tók við völd­um þann 21. des­em­ber síðastliðinn.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Jón Gn­arr (@jongn­arr)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda