Demi Moore geislaði á rauða dreglinum

Demi Moore er glæsileg.
Demi Moore er glæsileg. Ljósmynd/Cindy Ord

Banda­ríska verðlauna­leik­kon­an Demi Moore sýndi og sannaði að ald­ur er bara tala þegar hún gekk niður rauða dreg­il­inn á Time 100-gala­kvöld­inu sem haldið var í Lincoln Center í New York á fimmtu­dags­kvöldið.

Eins og al­gengt er var viðburður­inn stjörn­um prýdd­ur, en meðal gesta voru stjörnu­hjón­in Bla­ke Li­vely og Ryan Reynolds, leik­kon­an Scarlett Johans­son, fim­leika­stjarn­an og ólymp­íu­verðlauna­haf­inn, Simo­ne Biles, og rapp­ar­inn Snoop Dogg.

Moore, sem er 62 ára, hef­ur lengi vakið at­hygli fyr­ir ung­legt og geislandi út­lit sitt, enda lít­ur hún ekki út fyr­ir að vera degi eldri en 25 ára.

Leik­kon­an skein skært í ljós­um síðkjól úr smiðju banda­ríska fata­hönnuðar­ins Zac Posen.

Moore, sem hreppti Gold­en Globe-verðlaun fyr­ir hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni The Su­bst­ance í janú­ar, stel­ur gjarn­an sviðsljós­inu á rauða dregl­in­um í stór­glæsi­leg­um kjól­um sem ýta und­ir nátt­úru­lega feg­urð henn­ar. 

Moore má reglu­lega finna á hinum svo­kölluðu „best klæddu“-list­um tísku­tíma­rit­anna.

Já, hún kann þetta!
Já, hún kann þetta! Ljós­mynd/​Cin­dy Ord
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda