Á vorin sést eðlilega meira af léttari og bjartari klæðnaði í verslunum. Þó að lofthitinn sé ekki orðinn nógu vænn og eins og við viljum hafa hann þá má alveg fara að klæðast léttari flíkum undir þykku jakkana.
Til þess má taka hugmyndir af tískupöllunum en fyrir vorið og sumarið núna og koma blúndu og þynnri efnum inn. Tískuhúsin Chloé og Valentino buðu upp á pastelliti, fallega blúndu og fjaðrir með silkiefni sem minnti ansi mikið á svefnherbergið.
Flíkurnar í þessari tísku eru rómantískar, viðkvæmar og þykja oft seiðandi. Verður ekki að kalla það kost þegar fólk þarf ekki að klæða sig í „venjuleg“ föt á morgnana?
Blúndubuxur við stuttan jakka.
Ljósmynd/Chloé
Stuttur jakki í pastelbláum lit við agnarsmáan blúndukjól.
Ljósmynd/Chloé
Fjaðrir, silkistuttbuxur og lítill toppur í vor- og sumarlínu Valentino fyrir árið 2025.
Ljósmynd/Valentino
Stuttur blúndukjóll frá Zöru sem kostar 11.995 kr.
Ljósar blúndubuxur úr Zöru sem kosta 11.995 kr.
Þunn peysa skreytt steinum úr Zöru sem kostar 9.995 kr.
Hvítar, léttar buxur með blúndu að neðan frá Emporio Armani, fást í Mathildu og kosta 26.990 kr.
Toppur með blúndu frá Rabens Saloner, fæst í Mathildu og kostar 24.990 kr.
Hvítar bómullarbuxur með blúndu frá The.Garment, fást í Andrá og kosta 34.900 kr.
Svartur blúndutoppur frá The.Garment, fæst í Andrá og kostar 23.900 kr.
Kimono-kápa skreytt steinum frá Zöru, kostar 13.995 kr.