„Mér finnst alltaf mest heillandi þegar fólk fylgir sínum persónulega stíl“

Dóróthea Jóhannesdóttir.
Dóróthea Jóhannesdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Dórót­hea Jó­hann­es­dótt­ir er nýorðin þrítug og er bú­sett í Kaup­manna­höfn ásamt fjöl­skyldu sinni. Hún nýt­ur vors­ins þar um þess­ar mund­ir, því að hún er í fæðing­ar­or­lofi og hún hef­ur verið dug­leg síðustu miss­eri að sýna frá fjöl­skyldu­líf­inu í Dan­mörku á fé­lags­miðlum. Það er allt frá upp­skrift­um til fal­legra al­menn­ings­garða og veit­inga­húsa og svo hef­ur hún ein­stak­lega gott auga fyr­ir því að setja sam­an flík­ur og sýn­ir iðulega frá sín­um götustíl.

Dóróthea er búsett í Danmörku og nýtur þess mikið.
Dórót­hea er bú­sett í Dan­mörku og nýt­ur þess mikið. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég bý hér ásamt litlu fjöl­skyldu minni, það er Ari Bragi unnusti minn, Ell­en Inga dótt­ir okk­ar sem er al­veg að verða fimm ára og Ein­ar Freyr, nýj­asti meðlim­ur­inn sem er rúm­lega ell­efu mánaða. Við höf­um búið í Kö­ben í tæp fjög­ur ár núna. Við flutt­um út sum­arið 2021, í miðjum heims­far­aldri þar sem við fund­um að við vild­um breyta eitt­hvað til og prófa að búa er­lend­is. Í upp­hafi ætluðum við bara að vera í eitt ár, en ílengd­umst held­ur bet­ur og búum hér enn. Við erum mjög sátt með lífið okk­ar hérna úti, enda er ótrú­lega gott og fjöl­skyldu­vænt að vera í Kö­ben. Mik­il úti­vera, lít­ill hraði í sam­fé­lag­inu og við náum að kjarna okk­ur vel sem fjöl­skylda. Ég er með BS gráðu í sál­fræði og meist­ara­gráðu í markaðsfræði og hef verið að vinna við sölu- og markaðsmál síðustu ár.“

Hér eru Dóróthea og Ari Bragi ásamt börnum þeirra tveimur.
Hér eru Dórót­hea og Ari Bragi ásamt börn­um þeirra tveim­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig mynd­irðu lýsa fata­stíln­um þínum?

„Ég myndi helst lýsa stíln­um mín­um sem ein­föld­um og af­slöppuðum. Ég er al­gjör kósý kona og mér finnst mjög mik­il­vægt að hafa dressið sem þægi­leg­ast, ann­ars vill ég ekki vera í því. Dags­dag­lega leita ég því mikið í þægi­leg jogg­ing­sett, striga­skó og fer svo í stór­an blazer-jakka eða kápu yfir. Ég elska líka að klæða mig upp, sem ger­ist reynd­ar alltof sjald­an þessa dag­anna, þegar maður er með lít­il börn, en ég er al­gjör kjóla týpa og er veik fyr­ir fal­leg­um pels­um. Ég er einnig mjög mikið fyr­ir liti og fal­leg­ar lita­sam­setn­ing­ar þegar kem­ur að tísku. Ég elska að klæða mig í bjarta liti en það ger­ir mig ósjálfrátt glaðari og frísk­legri.“

Hún segist dýrka að klæða sig upp og gera sér …
Hún seg­ist dýrka að klæða sig upp og gera sér dagamun. Ljós­mynd/​Aðsend

Finnst þér vera mik­il tísku­menn­ing í borg­inni?

„Það er ótrú­lega mik­il tísku­menn­ing í Kaup­manna­höfn. Götu­tísk­an er geggjuð og finnst mér mjög skemmti­legt að sitja á kaffi­húsi og fylgj­ast með stíln­um hjá fólki sem er að labba fram­hjá og fá tísku­inn­blástur­inn beint í æð. Mér finnst fólk hérna al­mennt mjög óhrætt við að klæðast eins og það vill, bland­ar ótrú­leg­ustu flík­um og lita­sam­setn­ing­um sam­an og er oft frek­ar skraut­legt að mínu mati, sem ég elska, þar sem mér finnst alltaf mest heill­andi þegar fólk fylg­ir sín­um per­sónu­lega stíl.“

Hún hefur komið sér vel fyrir í Kaupmannahöfn ásamt fjölskyldunni …
Hún hef­ur komið sér vel fyr­ir í Kaup­manna­höfn ásamt fjöl­skyld­unni sinni. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig er hefðbund­inn dag­ur hjá þér?

„Núna í or­lofinu, þá byrj­ar dag­ur­inn þegar að strák­ur­inn minn vakn­ar, sem er oft­ast um klukk­an sex á morgn­anna. Stuttu seinna vakn­ar svo stelp­an mín og þá hefst fjörið. Það er alltaf mikið stuð á heim­il­inu þangað til við hjól­um svo af stað með Ell­en í leik­skól­ann. Fæðing­ar­or­lofið í Kö­ben er al­gjör draum­ur. Við erum mjög mikið úti, en það er svo þægi­legt að geta bara rölt út með vagn­inn og þurfa ekki að vera á bíl. Við mæðgin erum dug­leg að hitta aðrar ís­lensk­ar mömm­ur sem eru líka í or­lofi, fara á kaffi­hús, kíkja í garðinn, rölta í miðbæn­um, eða skella okk­ur á mömmu-cross­fit æf­ingu. Svo bara þetta hefðbundna, fara í mat­vöru­búð og reka heim­ili.“

Dóróthea leggur mikið upp úr því að klæðast þægilegum fötum, …
Dórót­hea legg­ur mikið upp úr því að klæðast þægi­leg­um föt­um, sem henta lífstíl henn­ar vel, enda hef­ur hún mörg­um verk­efn­um að sinna á hverj­um degi. Ljós­mynd/​Aðsend

Hver er upp­á­halds­tími dags­ins?

„Upp­á­halds­tími dags­ins er síðan þegar við sækj­um Ell­en á leik­skól­ann og dúll­um okk­ur í ró­leg­heit­un­um heim, tök­um með nesti, spjöll­um um allt og ekk­ert og kom­um við á ýms­um leik­völl­um á leiðinni, ekta danskt! Næst er það að græja kvöld­mat og koma öll­um í hátt­inn. Kvöld­in fara svo í tíma fyr­ir sjálf­an mig, smá vinnu eða nota­leg­heit með mann­in­um mín­um, sem end­ar oft­ar en ekki hálf sof­andi yfir sjón­varp­inu,“ seg­ir Dórót­hea og hlær.  

Áttu þér upp­á­halds­merki eða búðir?

„Ég er mjög lít­il merkjatýpa, en ég á mér nokkr­ar upp­á­haldsversl­an­ir, mér finnst alltaf gam­an að kíkja í Arket, en þar finn ég alltaf eitt­hvað sem er bæði hægt að klæða upp og niður, og sem er auðvelt að para við aðrar flík­ur sem ég á nú þegar til í fata­skápn­um.“

Eru ein­hver trend í gegn­um tíðina sem þú hef­ur haldið upp á?

„Ég hef aldrei verið mikið fyr­ir það að elta tískutrend, held­ur er ég frek­ar sam­kvæm sjálfri mér og mín­um per­sónu­lega stíl þegar kem­ur að fata­vali. Það mun alltaf fara manni lang best ef manni líður vel í föt­un­um og klæðir sig ná­kvæm­lega eins og maður vill. Ann­ars finnst mér alltaf gam­an af „pop of col­or“ tískutrend­um, að poppa upp ein­föld og hvers­dags­leg out­fit með lit­rík­um skóm eða fylgi­hlut­um,“ seg­ir hún.

Rauða taskan og vínrauðu sólgleraugun gera hér mikið fyrir heildarmyndina.
Rauða task­an og vín­rauðu sólgler­aug­un gera hér mikið fyr­ir heild­ar­mynd­ina. Ljós­mynd/​Aðsend

Dórót­hea seg­ist hafa pælt í tísku og fata­vali lengi en stíl­inn henn­ar var áður fyrr mjög íþrótta­leg­ur, þar sem hún stundaði frjáls­ar íþrótt­ir frá unga aldri og al­veg þar til að Ell­en kom í heim­inn, árið 2020.

„Eft­ir að ég eignaðist börn hef ég svo verið að upp­götva stíl­inn minn upp á nýtt og átta mig alltaf bet­ur og bet­ur á því hvað hent­ar mér og hvað ég fíla. Áhug­inn minn á tísku jókst svo klár­lega enn meira eft­ir að ég flutti til Kö­ben og sá hvað tíska get­ur verið allskon­ar.“

Hér er Dóróthea ótrúlega flott, á kaffirölti í borginni sinni.
Hér er Dórót­hea ótrú­lega flott, á kaffirölti í borg­inni sinni. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast við tísk­una?

„Mér finnst skemmti­legt hvað tísk­an get­ur verið allskon­ar og að það séu eng­in boð og bönn þegar kem­ur að tísku. Það er gam­an að sjá mis­mun­andi stíla hjá fólki, enda er tísk­an al­gjört tján­ing­ar­form og get­ur sagt svo ótal margt um viðkom­andi. Tísk­an gef­ur líf­inu svo sann­ar­lega lit.“

Danska vorið býður upp á léttari klæðnað, en gott er …
Danska vorið býður upp á létt­ari klæðnað, en gott er að hafa sjal eða peysu yfir axl­irn­ar, til að hlýja sér þegar rökkva tek­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað er á döf­inni hjá þér þessa dag­anna?

„Það er bara að halda áfram að njóta í fæðing­ar­or­lofi. Tím­inn líður alltof hratt og ég trúi ekki að ný­fæddi strák­ur­inn minn sé al­veg að verða eins árs. Ég hef líka aðeins verið að vinna í markaðsmá­l­um sam­hliða or­lofinu, og er ým­is­legt spenn­andi framund­an í þeim mál­um. Ann­ars er ég ótrú­lega spennt fyr­ir kom­andi sumri hér í Kö­ben sem fjög­urra manna fjöl­skylda. Við ætl­um að vera dug­leg að ferðast um Dan­mörku og nýta sömu­leiðis þann mögu­leika að geta keyrt yfir í önn­ur lönd.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda