Heiða Björg kvaddi veturinn í gulum samfestingi

Guli samfestingurinn er frá & Other Stories og er flottur …
Guli samfestingurinn er frá & Other Stories og er flottur fyrir þennan árstíma. mbl.is/Árni Sæberg/Samsett mynd

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur veitti barna­bóka­verðlaun Reykja­vík­ur­borg­ar á síðasta vetr­ar­degi árs­ins í ljósgul­um sam­fest­ingi. Heiða hef­ur kosið þenn­an lit í fjöl­mörg skipti und­an­farið. 

Sam­fest­ing­ur Heiðu er frá & Ot­her Stories líkt og ljósgula dragt­in sem hún klædd­ist fyrr í vor. Versl­un­ina er því miður ekki að finna hér á landi en & Ot­her Stories er í eigu fyr­ir­tæk­is sem rek­ur einnig H&M, Cos, Monki og Arket. Marg­ar ís­lensk­ar kon­ur myndu án efa fagna komu versl­un­ar­inn­ar hingað til lands­ins ef verður að því einn dag­inn.

Gult bóm­ullarf­lau­el

Sam­fest­ing­ur­inn er með stutt­um erm­um, belti um mittið og er úr gulu bóm­ullarf­lau­eli. Efnið er ansi þykkt og ætti því að vera end­ing­argott. Sam­fest­ing­ar þykja praktísk flík með mikið nota­gildi sem hægt er að nota við ýmsa viðburði og til­efni. 

Efnið í flík­inni er blanda af 75% bóm­ull, 15% mó­dal, 7% pó­lýester og 3% af teygju fyr­ir auk­in þæg­indi.

Þetta er klass­ísk flík frá & Ot­her Stories og hef­ur verið fram­leidd í mis­mun­andi efn­um og lit­um. Á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins má finna hann í níu öðrum lit­um eins og rauðu, bleiku, fjólu­bláu, ljós­grænu og vín­rauðu. 

Sam­fest­ing­ur­inn kost­ar tæp­ar 23 þúsund krón­ur á gengi dags­ins í dag.

Eins flík er til í tíu öðrum litum á vefsíðu …
Eins flík er til í tíu öðrum lit­um á vefsíðu fyr­ir­tæk­is­ins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda