Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur veitti barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar á síðasta vetrardegi ársins í ljósgulum samfestingi. Heiða hefur kosið þennan lit í fjölmörg skipti undanfarið.
Samfestingur Heiðu er frá & Other Stories líkt og ljósgula dragtin sem hún klæddist fyrr í vor. Verslunina er því miður ekki að finna hér á landi en & Other Stories er í eigu fyrirtækis sem rekur einnig H&M, Cos, Monki og Arket. Margar íslenskar konur myndu án efa fagna komu verslunarinnar hingað til landsins ef verður að því einn daginn.
Samfestingurinn er með stuttum ermum, belti um mittið og er úr gulu bómullarflaueli. Efnið er ansi þykkt og ætti því að vera endingargott. Samfestingar þykja praktísk flík með mikið notagildi sem hægt er að nota við ýmsa viðburði og tilefni.
Efnið í flíkinni er blanda af 75% bómull, 15% módal, 7% pólýester og 3% af teygju fyrir aukin þægindi.
Þetta er klassísk flík frá & Other Stories og hefur verið framleidd í mismunandi efnum og litum. Á heimasíðu fyrirtækisins má finna hann í níu öðrum litum eins og rauðu, bleiku, fjólubláu, ljósgrænu og vínrauðu.
Samfestingurinn kostar tæpar 23 þúsund krónur á gengi dagsins í dag.