Hvernig læturðu ilmvatnið endast sem lengst?

Það eru til ýmsar kenningar um það hvernig ilmurinn gæti …
Það eru til ýmsar kenningar um það hvernig ilmurinn gæti enst lengur á líkamanum. Laura Chouette/Unsplash

At­höfn­in við að spreyja á sig ilmi, hvort sem það er ilm­vatn eða rak­spíri, er auðvitað ekk­ert sem þarf að kenna. Það er í raun mjög aug­ljóst hvernig það er gert. Hins veg­ar eru nokkr­ar kenn­ing­ar um á hvaða staði lík­am­ans er best að spreyja lykt­inni svo að hún end­ist sem lengst. 

Það má segja að góður ilm­ur sé munaðar­vara og þarf að vanda valið vel þegar á að fjár­festa í nýj­um. Marg­ir halda sig við sama ilm­inn árum sam­an og hafa fundið sinn ein­kenn­isilm.

En hvar er best að spreyja ilm­in­um á sig svo að lykt­in end­ist sem lengst?

Það þykir gott að spreyja á inn­an­verðan úlnliðinn, fyr­ir aft­an eyr­un og á hnakk­ann. Ekki er mælt með því að nudda úlnliðunum sam­an eft­ir að ilm­ur­inn er kom­inn á þar sem hann gæti dofnað hraðar.

Marg­ir eru ósátt­ir við það að ilm­ur­inn end­ist ekki yfir dag­inn. Þá er gott að bregða á það ráð að spreyja í hárið eða í föt­in. Forðastu þó að spreyja á silki- eða satín­föt þar sem það get­ur skilið eft­ir sig bletti. Sum ilm­vötn gætu þurrkað hárið svo þá er betra að nota svo­kallaðar ilmol­í­ur eða sprey sem inni­halda vatn. 

Það skipt­ir einnig máli að húðin sé ekki of þurr því þá end­ist ilm­ur­inn mun skem­ur. Ilm­ur­inn end­ist leng­ur ef hon­um er spreyjað ofan á rakakrem því þá guf­ar hann hæg­ar upp.

Ilm­ir eru eins mis­mun­andi og þeir eru marg­ir og það fer einnig eft­ir efna­sam­setn­ing­unni í ilm­in­um hversu lengi lykt­in end­ist. Það má einnig byggja upp per­sónu­leg­an ilm með því að raða tveim­ur eða fleir­um sam­an. Þetta þarf hins veg­ar að fara var­lega í.

GLAMOUR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda