Villi naglbítur gjörbreytti útlitinu

Vilhelm Anton er sáttur með nýja útlitið.
Vilhelm Anton er sáttur með nýja útlitið. Skjáskot/Instagram

Vil­helm Ant­on Jóns­son, eða Villi nagl­bít­ur eins og hann er gjarn­an kallaður, ákvað að segja skilið við dökku lokk­ana nú á dög­un­um og aflitaði hárið sitt og yf­ir­vara­skegg ljóst.

Vil­helm, sem hef­ur lengst af skartað brúnu hári, deildi sæt­um sjálf­um á In­sta­gram-síðu sinni fyrr í dag, en út­lits­breyt­ing­in teng­ist ís­lensku þáttaröðinni Al­heims­draumn­um sem sýnd er á Stöð 2. 

Sam­býl­is­kona Vil­helms, Saga Sig­urðardótt­ir ljós­mynd­ari, virðist hæst­ánægð með út­lits­breyt­ing­una ef marka má at­huga­semd henn­ar, en hún birti eld­heitt lynd­is­tákn.

„Like it?“ skrif­ar Vil­helm Ant­on við færsl­una sem þó nokkr­ir þekkt­ir Íslend­ing­ar, þar á meðal Svala Björg­vins­dótt­ir söng­kona og Auðunn Blön­dal sjón­varps­maður, hafa lækað við.

Vil­helm er ekki eini ís­lenski tón­list­armaður­inn sem skart­ar nýju út­liti um þess­ar mund­ir.

Daði Freyr Pét­urs­son, tón­list­armaður og fyrr­ver­andi Eurovisi­on-kepp­and­i, lét síða hárið fjúka nú á dög­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda