Vilhelm Anton Jónsson, eða Villi naglbítur eins og hann er gjarnan kallaður, ákvað að segja skilið við dökku lokkana nú á dögunum og aflitaði hárið sitt og yfirvaraskegg ljóst.
Vilhelm, sem hefur lengst af skartað brúnu hári, deildi sætum sjálfum á Instagram-síðu sinni fyrr í dag, en útlitsbreytingin tengist íslensku þáttaröðinni Alheimsdraumnum sem sýnd er á Stöð 2.
Sambýliskona Vilhelms, Saga Sigurðardóttir ljósmyndari, virðist hæstánægð með útlitsbreytinguna ef marka má athugasemd hennar, en hún birti eldheitt lyndistákn.
„Like it?“ skrifar Vilhelm Anton við færsluna sem þó nokkrir þekktir Íslendingar, þar á meðal Svala Björgvinsdóttir söngkona og Auðunn Blöndal sjónvarpsmaður, hafa lækað við.
Vilhelm er ekki eini íslenski tónlistarmaðurinn sem skartar nýju útliti um þessar mundir.
Daði Freyr Pétursson, tónlistarmaður og fyrrverandi Eurovision-keppandi, lét síða hárið fjúka nú á dögunum.