Ef fólk vill vera frísklegt á brúðkaupsdaginn sinn eða bara alla aðra hversdaga þá er hægt að leita ýmissa mismunandi leiða til að ná því markmiði. Eins og til dæmis að bera á sig brúnkukrem.
Förðunarfræðingar, sem farða fólk fyrir stóra viðburði í eigin lífi, eru kannski ekki yfir sig spenntir fyrir yfirgengilegri sprautulökkun. Fólk gæti átt á hættu að koma út úr brúnkuklefanum vel appelsínugult á litinn. Það að bera á sig brúnkukrem heima og vera búinn að æfa sig vel og lengi er hins vegar annað mál.
Brúnkan frá Azure Tan gefur húðinni gljáa án þess að fólk verði appelsínugult á litinn. Það er til dæmis eitursnjallt að fara í bað og bera á sig Azure Tan Smooth & Remove Tan Exfoliatina Scrub sem fjarlægir dauðar húðfrumur á mildan hátt. Þetta er hægt að gera í sturtunni eða í baðkarinu. Eftir baðferðina og þegar húðin er orðin alveg þurr er gott að setja á sig Supple Skin Body Tanning Serum. Það læsir rakann inni í húðinni og gerir hana ljómandi. Mælt er með því að fólk geri þetta daglega til að viðhalda glóandi útliti.