Gallabuxurnar sem Katrín fær ekki nóg af

Katrín prinsessa þykir mikil tískufyrirmynd.
Katrín prinsessa þykir mikil tískufyrirmynd. Samsett mynd

Við tengj­um þær við of­ur­fyr­ir­sæt­urn­ar Kate Moss, Al­exu Chung eða Agyness Deyn og keypt­um í Tops­hop, Cheap Monday eða American Appar­el. Þetta eru þröngu galla­bux­urn­ar sem marg­ir fengu al­veg nóg af á tíma­bili en aðrir geyma enn í skápn­um.

Katrín prins­essa af Wales er ein þeirra sem neita að leggja bux­un­um. Hún klædd­ist þeim í op­in­berri heim­sókn til Skot­lands á dög­un­um í dökk­brún­um lit. Við bux­urn­ar klædd­ist hún flat­botna, brún­um reimuðum stíg­vél­um.

Galla­bux­urn­ar henn­ar eru frá spænska fata­merk­inu Massimo Dutti og lík­legt er að þær muni selj­ast upp um hæl.

Þetta snið hef­ur hótað end­ur­komu inn í tísku­heim­inn síðustu tvö ár. Þeir sem eru ekki spennt­ir fyr­ir sniði Katrín­ar geta þó hugsað sig við það að bein­ar, víðar og útvíðar galla­bux­ur eru enn þá meira áber­andi en þær þröngu.

Þetta útlit hæfir vel skosku sveitinni.
Þetta út­lit hæf­ir vel skosku sveit­inni. Oli Scarff/​AFP
Hjónin eru í opinberri heimsókn um Skotland.
Hjón­in eru í op­in­berri heim­sókn um Skot­land. Oli Scarff/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda