Við tengjum þær við ofurfyrirsæturnar Kate Moss, Alexu Chung eða Agyness Deyn og keyptum í Topshop, Cheap Monday eða American Apparel. Þetta eru þröngu gallabuxurnar sem margir fengu alveg nóg af á tímabili en aðrir geyma enn í skápnum.
Katrín prinsessa af Wales er ein þeirra sem neita að leggja buxunum. Hún klæddist þeim í opinberri heimsókn til Skotlands á dögunum í dökkbrúnum lit. Við buxurnar klæddist hún flatbotna, brúnum reimuðum stígvélum.
Gallabuxurnar hennar eru frá spænska fatamerkinu Massimo Dutti og líklegt er að þær muni seljast upp um hæl.
Þetta snið hefur hótað endurkomu inn í tískuheiminn síðustu tvö ár. Þeir sem eru ekki spenntir fyrir sniði Katrínar geta þó hugsað sig við það að beinar, víðar og útvíðar gallabuxur eru enn þá meira áberandi en þær þröngu.