Halla klæddist ljósri pilsdragt í Svíþjóð

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er í þriggja daga ríkisheimsókn í …
Halla Tómasdóttir forseti Íslands er í þriggja daga ríkisheimsókn í Svíþjóð. Samsett mynd

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands er stödd í Svíþjóð ásamt eig­in­manni sín­um Birni Skúla­syni í þriggja daga rík­is­heim­sókn. Halla var mætt í sínu fín­asta pússi í form­lega mót­töku­at­höfn við Kon­ungs­höll­ina í Stokk­hólmi í morg­un.

Halla klædd­ist gylltri og ljós­brúnni pils­dragt úr tweed-efni. Und­ir dragt­inni klædd­ist hún ljós­um silkisatín­toppi með plíseruðu háls­máli. Skórn­ir sem Halla klædd­ist voru ljós­brún­ir úr lakkleðri með lág­um hæl. Auka­hlut­irn­ir voru ljós­brúnn, fín­gerður hatt­ur, papp­írsút­gáfa af ís­lenska fán­an­um og breitt bros.

Jakk­inn náði rétt niður fyr­ir mjaðmir. Pilsið var hnésítt.

Tweed-efni er ofið úr mörg­um mis­mun­andi þráðum og fjöl­breyttri efna­blöndu. Það var upp­haf­lega notað í karl­mannsjakka­föt úr ull sem kom frá Skotlandi og Írlandi. Tweed-efni úr 100% ull er mun gróf­ara en það sem blandað er úr silki eða gervi­efni eins og pó­lýester.

Halla veifaði íslenska fánanum í gríð og erg.
Halla veifaði ís­lenska fán­an­um í gríð og erg. AFP

„Litli svarti jakk­inn“

Coco Chanel, stofn­andi há­tísku­húss­ins Chanel, gerði efnið að sínu og fram­leiddi kven­manns­dragt­ir úr lúxus­efna­blöndu úr ull og silki sem eru enn vin­sæl­ar þann dag í dag. Fyrsta Chanel tweed-dragt­in var fram­leidd í kring­um árið 1920. Svart­ur tweed-jakki frá Chanel hef­ur verið kallaður „litli svarti jakk­inn“ og er drauma­eign þeirra sem fylgj­ast með og hafa áhuga á tísku. Jakk­inn er svo mikið tákn í fata­hönn­un­ar­heim­in­um að árið 2012 var gef­in út bók um hann. 

Dragt Höllu er þó ekki frá franska tísku­hús­inu en mörg fata­merki hanna föt í Chanel-stíl. Hún virðist þó vera mjög hrif­in af efn­inu og hef­ur klæðst ótal mörg­um út­gáf­um af tweed-jökk­um frá því hún bauð sig fyrst fram til for­seta Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda