Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra klæddist danskri hönnun á dönsku eyjunni Bornholm á dögunum. Hún valdi bláan og brúnan mynstraðan kjól frá fatamerkinu Stine Goya.
Íslenskar konur þekkja merkið vel en það hefur fengist hér á landi í mörg ár. Merkið var stofnað árið 2006. Fötin eru þekkt fyrir hressandi litasamsetningar og áberandi mynstur. Sniðin þykja henta mörgum konum og mismunandi vaxtarlagi.
Kjóll Þorgerðar er langerma og er bundinn um mittið. Síddin nær rétt um miðja kálfa. Hann er úr 100% pólýester. Kjólar í þessu sniði eru klassískir og leikur einn að klæða þá upp og niður.