Steldu stílnum af Þorgerði Katrínu

Þorgerður Katrín í kjól frá Stine Goya.
Þorgerður Katrín í kjól frá Stine Goya. AFP

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra klædd­ist danskri hönn­un á dönsku eyj­unni Born­holm á dög­un­um. Hún valdi blá­an og brún­an mynstraðan kjól frá fata­merk­inu Stine Goya.

Íslensk­ar kon­ur þekkja merkið vel en það hef­ur feng­ist hér á landi í mörg ár. Merkið var stofnað árið 2006. Föt­in eru þekkt fyr­ir hress­andi lita­sam­setn­ing­ar og áber­andi mynstur. Sniðin þykja henta mörg­um kon­um og mis­mun­andi vaxt­ar­lagi. 

Kjóll Þor­gerðar er lan­germa og er bund­inn um mittið. Sídd­in nær rétt um miðja kálfa. Hann er úr 100% pó­lýester. Kjól­ar í þessu sniði eru klass­ísk­ir og leik­ur einn að klæða þá upp og niður. 

Kjóllinn fæst í Andrá og kostar 45.900 kr.
Kjóll­inn fæst í Andrá og kost­ar 45.900 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda