Formlegur sumarfrísundirbúningur hafinn

Það er elegant að vera í sundbol og kápu yfir. …
Það er elegant að vera í sundbol og kápu yfir. Takið eftir munstrinu inni í kápunni. Ljósmynd/Chanel

Ertu búin að ákveða hvaða týpa þú ætl­ar að vera í sum­ar­frí­inu? Cruise-lína Chanel var kynnt á dög­un­um á Ítal­íu.

Franska tísku­húsið Chanel frum­sýndi Cruise-línu sína við Como-vatn á Ítal­íu í síðustu viku. Í þess­ari línu leit­ast tísku­húsið við að kalla fram hina eft­ir­sókn­ar­verðu sum­ar­frís­stemn­ingu. Lín­an hef­ur að geyma tíma­laus­an glæsi­leika en er þó hámóðins á sama tíma. Í lín­unni er að finna frjáls­legri fatnað en í öðrum lín­um Chanel. Sum­arið er jú tím­inn til að ná streit­unni úr frumun­um og njóta alls þess besta sem þessi árstíð hef­ur upp á að bjóða. Í lín­unni er að finna rönd­ótta boli, toppa og kjóla, aðsniðið vesti með pífukanti og hnésíð pils sem fara flest­um vel.

Aðsniðið vesti með pífukanti að neðan er sumarlegt og fer …
Aðsniðið vesti með pífukanti að neðan er sum­ar­legt og fer vel við vel sniðið pils. Ljós­mynd/​Chanel
Röndótt mætti hinum klassíska Chanel-jakka þegar línan var sýnd.
Rönd­ótt mætti hinum klass­íska Chanel-jakka þegar lín­an var sýnd. Ljós­mynd/​Chanel
Hér má sjá hvíta hnésíða kápu með belti og gulltölum.
Hér má sjá hvíta hnésíða kápu með belti og gull­töl­um. Ljós­mynd/​Chanel
Chanel er að vinna með það að hafa buxur og …
Chanel er að vinna með það að hafa bux­ur og jakka í stíl, án þess að detta í of mik­inn dragtarfíl­ing. Ljós­mynd/​Chanel
Rauðbleik dragt með hnésíðu pilsi vakti athygli á sýningunni. Takið …
Rauðbleik dragt með hnésíðu pilsi vakti at­hygli á sýn­ing­unni. Takið eft­ir jakk­an­um sem er með stutt­um víðum erm­um. Ljós­mynd/​Chanel
Röndótt efni hefur alltaf verið svolítið mikið Coco Chanel sem …
Rönd­ótt efni hef­ur alltaf verið svo­lítið mikið Coco Chanel sem stofnaði tísku­hús sitt 1915. Ljós­mynd/​Chanel
Ljós­mynd/​Chanel
Ljós­mynd/​Chanel
Hér má sjá ermalausan kjól með v-hálsmáli, tölum og vösum …
Hér má sjá erma­laus­an kjól með v-háls­máli, töl­um og vös­um að fram­an. Ljós­mynd/​Chanel
Röndóttar buxur koma þér í hinn sanna sumarfrísfíling.
Rönd­ótt­ar bux­ur koma þér í hinn sanna sum­ar­frís­fíl­ing. Ljós­mynd/​Chanel
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda