Ertu búin að ákveða hvaða týpa þú ætlar að vera í sumarfríinu? Cruise-lína Chanel var kynnt á dögunum á Ítalíu.
Franska tískuhúsið Chanel frumsýndi Cruise-línu sína við Como-vatn á Ítalíu í síðustu viku. Í þessari línu leitast tískuhúsið við að kalla fram hina eftirsóknarverðu sumarfrísstemningu. Línan hefur að geyma tímalausan glæsileika en er þó hámóðins á sama tíma. Í línunni er að finna frjálslegri fatnað en í öðrum línum Chanel. Sumarið er jú tíminn til að ná streitunni úr frumunum og njóta alls þess besta sem þessi árstíð hefur upp á að bjóða. Í línunni er að finna röndótta boli, toppa og kjóla, aðsniðið vesti með pífukanti og hnésíð pils sem fara flestum vel.
Aðsniðið vesti með pífukanti að neðan er sumarlegt og fer vel við vel sniðið pils.
Ljósmynd/Chanel
Röndótt mætti hinum klassíska Chanel-jakka þegar línan var sýnd.
Ljósmynd/Chanel
Hér má sjá hvíta hnésíða kápu með belti og gulltölum.
Ljósmynd/Chanel
Chanel er að vinna með það að hafa buxur og jakka í stíl, án þess að detta í of mikinn dragtarfíling.
Ljósmynd/Chanel
Rauðbleik dragt með hnésíðu pilsi vakti athygli á sýningunni. Takið eftir jakkanum sem er með stuttum víðum ermum.
Ljósmynd/Chanel
Röndótt efni hefur alltaf verið svolítið mikið Coco Chanel sem stofnaði tískuhús sitt 1915.
Ljósmynd/Chanel
Hér má sjá ermalausan kjól með v-hálsmáli, tölum og vösum að framan.
Ljósmynd/Chanel
Röndóttar buxur koma þér í hinn sanna sumarfrísfíling.
Ljósmynd/Chanel