Hildur Hafstein og Verzlingar tóku höndum saman

Armbandið sem var selt Verzlingum á öðru ári til styrktar …
Armbandið sem var selt Verzlingum á öðru ári til styrktar Minningarsjóði Bryndísar Klöru. Hér er Marta Grímsdóttir með armbandið. Samsett mynd

Hild­ur Haf­stein skart­gripa­hönnuður og bekkjar­full­trú­ar í öðrum bekk í Verzl­un­ar­skóla Íslands sam­einuðu krafta sína og seldu nem­end­um í skól­an­um fal­leg arm­bönd úr smiðju Hild­ar á peysu­fata­degi skól­ans á dög­un­um. Sal­an á arm­bönd­un­um var til styrkt­ar Minn­ing­ar­sjóði Bryn­dís­ar Klöru sem lést síðasta sum­ar eft­ir árás í miðbæ Reykja­vík­ur.

Verk­efnið hófst með því að bekkjar­full­trú­ar höfðu sam­band við Hildi sem tók vel í hug­mynd­ina. 

„Ég var sjálf að sauma minn eig­in þjóðbún­ing og hef reglu­lega lagt upp úr því að styrkja góð mál­efni,“ seg­ir hún. 

„Hug­mynda­vinn­an fól í sér að hafa arm­bandið ein­falt, fyr­ir öll kyn og með til­vís­un í Verzl­un­ar­skól­ann og Minn­ing­ar­sjóðinn,“ seg­ir Hild­ur og bæt­ir við að bleik rós sé tákn­mynd sjóðsins.

Útkom­an var fal­legt arm­band úr sterl­ingssilfri í nokkr­um út­gáf­um, silf­ur­litað og gyllt og með silf­ur­skrauti eða perlu.

All­ir Verzl­ing­ar á öðru ári skörtuðu svo arm­band­inu á peysu­fata­dag­inn þar sem þeir dönsuðu um miðbæ­inn, klædd þjóðbún­ing­um og spari­föt­um. 

Armböndin komu í nokkrum útgáfum, silfurlituð eða gyllt og með …
Arm­bönd­in komu í nokkr­um út­gáf­um, silf­ur­lituð eða gyllt og með silf­ur­skrauti eða perlu.

Efla sam­fé­lagið með sam­kennd

Til­gang­ur og mark­mið Minn­ing­ar­sjóðs Bryn­dís­ar Klöru er að styðja við al­manna­heilla­verk­efni sem miða að því að vernda börn gegn of­beldi og efla sam­fé­lag þar sem sam­kennd og sam­vinna eru í for­grunni.

Sjóður­inn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rann­sókna og verk­efna til að koma í veg fyr­ir að slík­ar hörm­ung­ar end­ur­taki sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda