„Ég er alltaf að setja mig í yfirhafnabann“

Helen finnur mikið af notuðum gersemum á Ebay og öðrum …
Helen finnur mikið af notuðum gersemum á Ebay og öðrum mörkuðum. Samsett mynd

Helen Mál­fríður Ótt­ars­dótt­ir flutti til Lund­úna fyr­ir fimm árum. Hún flutti til borg­ar­inn­ar til að sækja list­nám í hinum virta Central Saint Mart­ins. Hún starfaði sem fyr­ir­sæta sam­hliða nám­inu en eft­ir að hún lauk því hef­ur það orðið að henn­ar aðal­starfi. Hún seg­ir tísku og fag­ur­fræði vera hálf­gerða linsu sem hún sér heim­inn í gegn­um.

En finnst þér tísku­heim­ur­inn yf­ir­borðskennd­ur?

„Já og nei. Maður hef­ur séð báðar hliðar þessa bransa í gegn­um verk­efn­in hér úti. Stund­um virðist tísku­heim­ur­inn full­ur af lista­fólki sem elsk­ar að skapa og fatnaður­inn er list sem maður fær að klæðast. En svo hef­ur ég unnið verk­efni fyr­ir hraðtísku­merki þar sem list og ein­hvers­kon­ar dýpri pæl­ing­ar eru farn­ar út um glugg­ann,“ seg­ir hún.

Skipta föt máli?

„Já, það finnst mér. Mér finnst það end­ur­spegl­ast í viðhorf­inu, skap­inu og hvernig þú ferð klædd inn í dag­inn. Mér finnst ég alltaf koma meiru í verk þegar ég er búin að taka mig til, en svo þegar ég er eins og lufsa í kósígalla þá hegða ég mér þannig. Svo fylg­ir því líka sjálfs­ör­yggi þegar maður er að fíla sig í góðu út­liti. Í vinn­unni minni, þegar maður er að mæta í áheyrn­ar­pruf­ur, þá skipt­ir það miklu máli.“

Helen er vinsæl fyrirsæta í einni af stærstu tískuborgum heims.
Helen er vin­sæl fyr­ir­sæta í einni af stærstu tísku­borg­um heims. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Frjáls að prófa sig áfram með stíl­inn

Hversu miklu máli skipt­ir fata­stíll og tíska þig?

„Skugga­lega miklu. Ég gæti alla­vega eytt heilu dög­un­um inni á vinta­ge-fata­markaði, á Ebay eða Vestiare Col­lecti­ve að veiða ein­hverj­ar flík­ur á óskalist­an­um.“

Hverju tek­ur þú eft­ir í klæðaburði ann­ars fólks?

„Ég dýrka þegar fólk er bara með sitt lúkk í gangi og tek­ur það alla leið. Þó það sé eitt­hvað sem ég myndi kannski aldrei klæðast.“

Hef­ur staður­inn sem þú býrð á núna breytt hugs­un þinni hvað varðar tísku eða fata­stíl? Að hvaða leyti?

„Tísk­an í Lund­ún­um er svo ótrú­lega fjöl­breytt. Mér finnst ég mjög frjáls til að prófa mig áfram með flík­ur og stíliser­ingu sem væri hérna heima lík­lega talið ögr­andi.“

Get­ur fata­stíll verið frá­hrind­andi fyr­ir ann­ars aðlaðandi mann­eskju?

„Ég kann mikið að meta þegar fólk er vel til fara og hef­ur aðeins fyr­ir hlut­un­um.“

Skyrta og buxur í sama efni með rauðum smáatriðum er …
Skyrta og bux­ur í sama efni með rauðum smá­atriðum er flott stíliser­ing. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Helen hvetur fólk til að hugsa sig betur um hvaðan …
Helen hvet­ur fólk til að hugsa sig bet­ur um hvaðan föt­in þeirra koma. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Yf­ir­hafnaæðið Íslandi að kenna

Hvenær finnst þér þú vera mest aðlaðandi?

„Þegar mér líður vel í sjálfri mér.“

Áttu mikið af ein­hverri sér­stakri teg­und af föt­um?

„Ég er alltaf að setja mig í yf­ir­hafna­bann sem ég er alltaf að brjóta,“ svar­ar Helen.

„Ætli þetta hafi eitt­hvað með það að gera að ég sé frá Íslandi og hér þarf óhjá­kvæmi­lega alltaf að vera í yf­ir­höfn. Ég var akkúrat að falla frá þessu banni og keypti mér vinta­ge Ralph Lauren-rúskinnsjakka í kú­reka­stíl á Ebay sem ég get ekki hugsað mér lífið án.“

Helen seg­ist ekki fylgja nein­um tísku­regl­um þar sem klæðnaður eigi að vera skemmti­leg­ur og reglu­laus.

Er eitt­hvað sem fólk ætti að snar­hætta að kaupa sér?

„Hraðtísku.“

Blómaskreyttur kjóll með klassísku sniði.
Blóma­skreytt­ur kjóll með klass­ísku sniði. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Fötin skipta Helen miklu.
Föt­in skipta Helen miklu. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Skyn­sam­ara að kaupa eina flík en marg­ar

Hver er þín allra upp­á­halds­flík?

„Ég keypti vinta­ge Wall­is-kjól í London fyr­ir nokkr­um árum sem er held ég mín allra upp­á­halds­flík. Hann er úr svo fal­legri mynstraðri blúndu og sauma­skap­ur­inn er ótrú­leg­ur. Þetta er svona flík sem væri ekki gerð í dag svo mér finnst ég voðal­ega hepp­in að við fund­um hvor aðra.“

Hver var fyrsta flík­in/​hlut­ur­inn sem þú fjár­fest­ir í?

„Þegar ég var þrett­án ára fór ég ein jól­in með mömmu og pabba til New York. Ég hafði unnið heilt sum­ar og átti því smá pen­ing sem ég eyddi í pels sem ég fann í Saks á Fifth Avenue. Þessi fata­veiki byrjaði sem sagt mjög snemma.

En ég lærði að það væri skyn­sam­ara að kaupa frek­ar eitt­hvað eitt og vanda valið. Það hef­ur verið mik­il­væg lexía í mínu lífi. En svo nota ég þenn­an pels enn þann dag í dag og elska hann al­veg jafn mikið.“

Finnst þér nær­föt skipta máli?

„Já, þau gera það og al­veg frek­ar miklu. Ég er al­mennt alltaf í fal­leg­um nær­föt­um. Ég hef reynd­ar verið mjög hepp­in að vinna með nokkr­um góðum nærfata­merkj­um sem eiga til að vera gjaf­mild. En mér finnst það vera mjög vald­efl­andi og skemmti­legt að klæðast fal­leg­um und­irfatnaði sem eng­inn nema ég veit af og sé.“

Tískan í Lundúnum er fjölbreytt.
Tísk­an í Lund­ún­um er fjöl­breytt. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Helen fylgir engum reglum í klæðaburði.
Helen fylg­ir eng­um regl­um í klæðaburði. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Hef­ur mikið fyr­ir því að elda

Hvernig tjá­ir þú þig með klæðaburði?

„Ætli tján­ing­in sé ekki svo­lítið í und­irmeðvit­und­inni en ég klæði mig alltaf ná­kvæm­lega eins og mig lang­ar í mó­ment­inu. Mér finnst mjög erfitt að plana fyr­ir­fram.“

Hvernig hugs­ar þú um lík­amann?

„Ég er mjög dug­leg að hreyfa mig, fer í rækt­ina eða ein­hvers­kon­ar æf­ingu flestalla daga. Ef það næst ekki fer ég í lang­an göngu­túr. Hreyf­ing ger­ir mér jafn gott og að fara í sál­fræðitíma. Svo er mataræðið mjög mik­il­vægt. Ég hef ótrú­lega gam­an af elda­mennsku og hef mikið fyr­ir því að elda góðan mat. Ég reyni að fylgja ein­hvers­kon­ar 80/​20-jafn­vægi af holl­ustu og leyfa mér aðeins.“

Finnst þér þú eyða of miklu eða of litlu í föt?

„Guð já, ég eyði alltof mikl­um pen­ing í föt. Ég verð að viður­kenna það. Þetta er eig­in­lega hálf­gerð veiki sem ég þjá­ist af. En til að af­saka þessa eyðslu þá er þetta fjár­fest­ing,“ seg­ir hún og bros­ir.

Við hvern tal­arðu um föt?

„Al­mennt leita ég ekki ráða hvað varðar klæðaburð og fata­kaup. Ég er mjög ákveðin í þess­um efn­um. En þegar ég er að reyna að rétt­læta eitt­hvað fyr­ir sjálfri mér ræði ég oft­ast við mömmu og pabba sem eru bæði afar smekk­leg.“

Ferðu í eitt­hvað sér­stakt þegar þú vilt virðast öfl­ugri?

„Eins og ég kom aðeins inn á með nær­föt­in þá finnst mér það að vera í fal­leg­um und­irfatnaði setja ein­hvern tón inn í dag­inn sem læt­ur mér per­sónu­lega finn­ast ég vera öfl­ugri. En svo er það líka það að ef manni líður vel í því sem maður er þá geisl­ar af manni ör­yggið.“

Hvaða tísku- eða förðun­ar­ráð gaf móðir þín þér sem þú ferð eft­ir?

„Ég tek hana móður mína al­veg svaka­lega til fyr­ir­mynd­ar í flest­öllu. Hugsa að besta ráðið frá henni sé bara að eld­ast nátt­úru­lega.“

Það er smekklegt að velja einn lit frá toppi til …
Það er smekk­legt að velja einn lit frá toppi til táar. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Dásamleg smáatriði
Dá­sam­leg smá­atriði Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Helen hugsar vel um líkamann, hreyfir sig og borðar hollan …
Helen hugs­ar vel um lík­amann, hreyf­ir sig og borðar holl­an mat. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda