Fötin sem brúðguminn getur gift sig í

Föt brúðgumans skipta máli.
Föt brúðgumans skipta máli. Samsett mynd

Þegar brúðgum­inn vel­ur sér föt fyr­ir stóra dag­inn eru nokk­ur atriði sem verður að hafa í huga. Sérsaum­ur er al­geng­asta og besta leiðin til að fá sem mest út úr út­lit­inu, enda eru föt­in sniðin að hverj­um og ein­um. Það tek­ur yf­ir­leitt nokkr­ar vik­ur að fá af­hent úr sérsaumi en ferlið hefst með mát­un og ráðgjöf við val á sniðum og efni.

Í þeim versl­un­um sem bjóða upp á sérsaum eru sér­fræðing­ar í þess­um mál­um sem hjálpa þér og þú átt­ar þig á því hvað þetta skipt­ir miklu máli. Í sér­sniðnum föt­um er einnig passað upp á að axlasaum­ur sé á rétt­um stað og erma­lengd og buxn­asídd full­kom­in.

Við val á efni, lit og sniði færðu einnig ráðgjöf við þá auka­hluti sem þarf eins og skyrtu, bindi, erma­hnappa, sokka og skó.

Það er mik­il­vægt að brúðhjón­in séu í takt hvort við annað og í takt við þema brúðkaups­ins. Þetta þarf að ákveða með fyr­ir­vara og sér­stak­lega ef um sveita- eða óhefðbundið brúðkaup er að ræða.

Hefðbund­inn smók­ing er alltaf stór­glæsi­legt og klass­ískt val, með hvítri skyrtu, erma­hnöpp­um og lakk­skóm. Það eru lang­al­geng­ustu brúðkaups­föt­in og ekki að undra. Þessi föt eru yf­ir­leitt svört en stund­um dökk­blá. Slauf­an er svört við smók­ing með ör­lít­illi glans­andi satí­ná­ferð. Ef brúðkaupið er af­slappað er einnig mikið úr­val af fal­leg­um ljós­um jakka­föt­um sem henta vel fyr­ir sum­ar­brúðkaup til dæm­is.

Veldu svarta skó. Tími brúnu skónna við fínu til­efn­in er liðinn og heild­ar­út­litið verður flott­ara með réttu skón­um. Þó að jakka­föt­in séu blá eða ljós ættu skórn­ir samt að vera svart­ir og skyrt­an hvít.

Mundu einnig eft­ir að skilja Garmin-úrið eft­ir heima, það er eng­in þörf á því um úlnliðinn á þess­ari stundu.

Síðast en ekki síst er mik­il­vægt að muna að fjar­lægja alla þá sauma sem fylgja nýj­um jakka­föt­um. Þetta ættu all­ir að vita en gleym­ist allt of oft. Ef lít­ill tísku­áhugi og -þekk­ing er fyr­ir hendi er besta ákvörðunin ávallt sú að fá hjálp hjá fag­fólki í þess­um efn­um.

Smókingföt frá Matinique sem fást í Kultur. Jakkinn kostar 39.995 …
Smók­ing­föt frá Mat­in­ique sem fást í Kult­ur. Jakk­inn kost­ar 39.995 kr. og bux­urn­ar 22.995 kr.
Ljós jakkaföt frá Tiger of Sweden sem fást í Kultur, …
Ljós jakka­föt frá Tiger of Sweden sem fást í Kult­ur, jakk­inn kost­ar 59.995 kr. og bux­urn­ar 29.995 kr.
Það er mikilvægt að hafa lifandi blóm á stóra deginum.
Það er mik­il­vægt að hafa lif­andi blóm á stóra deg­in­um.
Svört jakkaföt frá BOSS, fást í Herragarðinum og kosta 129.980 …
Svört jakka­föt frá BOSS, fást í Herrag­arðinum og kosta 129.980 kr.
Jakkafatajakki úr 100% hör frá Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar sem …
Jakkafatajakki úr 100% hör frá Herrafata­verzl­un Kor­máks & Skjald­ar sem kost­ar 69.900 kr.
Stakur smókingjakki frá Boss, fæst í Herragarðinum og kostar 79.980 …
Stak­ur smók­ingjakki frá Boss, fæst í Herrag­arðinum og kost­ar 79.980 kr.
Smókingskyrta frá Matinique, fæst í Kultur og kostar 16.995 kr.
Smók­ing­skyrta frá Mat­in­ique, fæst í Kult­ur og kost­ar 16.995 kr.
Dökkblá jakkaföt frá Suitup Reykjavík sem kosta 149.995 kr.
Dökk­blá jakka­föt frá Suitup Reykja­vík sem kosta 149.995 kr.
Lakkskór frá Lloyd, fást í Herragarðinum og kotsa 34.980 kr.
Lakk­skór frá Lloyd, fást í Herrag­arðinum og kotsa 34.980 kr.
Stakur smókingjakki frá Boss, fæst í Herragarðinum og kostar 79.980 …
Stak­ur smók­ingjakki frá Boss, fæst í Herrag­arðinum og kost­ar 79.980 kr.
Hvít bómullarskyrta frá Thomsen Reykjavík sem kostar 22.900 kr.
Hvít bóm­ull­ar­skyrta frá Thomsen Reykja­vík sem kost­ar 22.900 kr.
Hvít skyrta frá BOSS, fæst í Herragarðinum og kostar 22.980 …
Hvít skyrta frá BOSS, fæst í Herrag­arðinum og kost­ar 22.980 kr.
Svartir sokkar frá London Sock Company, fást í Herrafataverslun Kormáks …
Svart­ir sokk­ar frá London Sock Comp­any, fást í Herrafata­versl­un Kor­máks & Skjald­ar og kosta 3.400 kr.
Svartir Oxford-skór, fást í Kölska og kosta 54.990 kr.
Svart­ir Oxford-skór, fást í Kölska og kosta 54.990 kr.
Svört silkislaufa frá Stenströms, fæst í Herragarðinum og kostar 12.980 …
Svört silk­is­laufa frá Stenströms, fæst í Herrag­arðinum og kost­ar 12.980 kr.
Svartir skór sem fást í Suitup Reykjavík og kosta 49.995 …
Svart­ir skór sem fást í Suitup Reykja­vík og kosta 49.995 kr.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda