Kvikmyndastjörnur heimsins eru margar staddar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Degi fyrir hátíðina tilkynnti hátíðin um að nekt yrði bönnuð á rauða dreglinum á hátíðinni en bannið hefur ekki komið í veg fyrir glæsilegan fatnað.
Hátíðin er aðeins rétt að byrja og mikil tískuveisla er fram undan næstu daga.