Heidi Klum braut reglurnar í Cannes

Ofurfyrirsætan Heidi Klum mætti í áberandi kjól frá Elie Saab.
Ofurfyrirsætan Heidi Klum mætti í áberandi kjól frá Elie Saab. AFP

Of­ur­fyr­ir­sæt­an Heidi Klum braut nýj­ar regl­ur rauða dreg­ils­ins á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es en kjóll­inn þótti of fyr­ir­ferðar­mik­ill. Kvik­mynda­hátíðin birti nýj­ar klæðaburðarregl­ur aðeins degi fyr­ir hátíðina sem sögðu alla nekt bannaða sem og fyr­ir­ferðamikl­ar flík­ur.

„Fyr­ir­ferðamik­il klæði, sér­stak­lega þau með langa slóða, sem hindra eðli­legt flæði gesta og flækja sæta­skip­an í leik­hús­inu eru ekki leyfð,“ sagði í til­kynn­ingu frá hátíðinni.

Kjóll­inn sem hún klædd­ist var frá líb­anska fata­hönnuðinum Elie Saab. Hann var ljós­bleik­ur og gerður úr ótal mörg­um lög­um, píf­um og tjulli sem mynduðu blóm. Slóðinn tók mikið pláss sem hef­ur án efa þótt ómögu­legt í aug­um stjórn­anda á Cann­es.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda