Hvaða flíkur hafa gert allt vitlaust síðustu 14 ár?

Hver getur gleymt hauskúpuklútnum, Gucci-skónum, allt of stóru lyklakippunni eða …
Hver getur gleymt hauskúpuklútnum, Gucci-skónum, allt of stóru lyklakippunni eða stutta blúndukjólnum? Samsett mynd

Það hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar í tísku­heim­in­um síðustu ár enda alltaf eitt­hvað nýtt og spenn­andi í tísku ár hvert. Marg­ir tengja minn­ing­ar af stór­um stund­um í líf­inu við föt­in sem þeir klædd­ust enda er tíska stór hluti af líf­inu. Hér rifj­um við upp síðustu fjór­tán ár í tísku­heim­in­um í til­efni af af­mæli Smart­lands sem fagnaði 14 ára af­mæli 5. maí. Hvaða flík­ur eða tísku­bylgj­ur voru mest áber­andi. 

2011 Þröng­ir blúndukjól­ar

Þenn­an kjól tengja marg­ir við Katrínu prins­essu af Wales. Kjóll­inn kom í mis­mun­andi lit­um, úr blúndu­efni, með erm­um sem náðu rétt niður fyr­ir oln­boga og sídd kjóls­ins var yf­ir­leitt um mitt lærið. Sann­ur skinkukjóll.

Týpískur blúndukjóll frá árinu 2011.
Týpísk­ur blúndukjóll frá ár­inu 2011.

2012 Striga­skór með fyllt­um botni

Skórn­ir sem fáir geta gleymt og voru til bæði hjá virt­um tísku­hús­um og í ódýr­ustu fata­versl­un­um. Franski fata­hönnuður­inn Isa­bel Mar­ant kom þeim á kortið og voru enda­laus­ar eft­ir­lík­ing­ar til. Útgáf­an frá Isa­bel Mar­ant er enn til í versl­un­inni og seld­ust skórn­ir hratt upp hér á landi enn á ný þegar þeir komu í versl­un­ina Mat­hildu fyrr á þessu ári.

Strigaskór með fylltum botni frá Isabel Marant.
Striga­skór með fyllt­um botni frá Isa­bel Mar­ant.

2013 Klút­ar með hauskúpu­mynstri

Breski fata­hönnuður­inn Al­ex­and­er McQu­een átti vin­sæl­asta klút­inn á þess­um árum. Þetta var þunn­ur silki­klút­ur með hauskúpu­mynstri og var al­geng­ast­ur í svörtu, hvítu og rauðu. Klút­ur­inn var hluti af vor- og sum­ar­línu tísku­húss­ins fyr­ir árið 2003. Sá sorg­legi at­b­urður átti sér stað 2010 að McQu­een féll fyr­ir eig­in hendi en í kjöl­farið varð hönn­un hans mjög vin­sæl. Stjörn­ur eins og Kim Kar­dashi­an, Lindsay Loh­an, Sienna Miller og Ol­sen-tví­bur­arn­ir voru aðdá­end­ur klúts­ins.

Silkiklútur með hauskúpumynstri frá Alexander McQueen.
Silki­klút­ur með hauskúpu­mynstri frá Al­ex­and­er McQu­een.

2014 Stutta kraga­lausa káp­an

Vin­sæl­asta yf­ir­höfn þessa árs var held­ur sniðlaus kápa, með eng­um kraga og erm­um sem náðu rétt niður fyr­ir oln­boga. Þetta er snið sem flest­ir klædd­ust en klæddi fæsta.

Sniðlaus kápa án kraga.
Sniðlaus kápa án kraga.

2015 Loðnar lyklakipp­ur

Lyklakipp­an var stór­atriði þetta árið og var ein regla sem gilti; því stærri og loðnari, því betra. Lyklakipp­urn­ar voru einnig hafðar sem skraut á tösk­ur og voru út­gáf­urn­ar gríðarlega fjöl­breytt­ar. Helstu tísku­hús heims fram­leiddu stór­ar og loðnar lyklakipp­ur sem kostuðu sum­ar yfir hundrað þúsund krón­ur.

Loðin lyklakippa frá Fendi.
Loðin lyklakippa frá Fendi.

2016 Levi's 501-galla­bux­ur

Ljós­blá­ar, klass­ísk­ar Levi's 501-galla­bux­ur voru ferskt snið fyr­ir þá sem voru orðnir leiðir á níðþröngu galla­bux­un­um. Að þessu sniði var mest leitað á leit­ar­vél­um eins og Google árið 2016.

Levi's 501- gallabuxur.
Levi's 501- galla­bux­ur.

2017 Gucci-mokkasín­ur

Klass­ísku Gucci-mokkasín­urn­ar voru drauma­skór margra á þess­um tíma. Eins skór fást enn þann dag í dag hjá tísku­hús­inu og selj­ast vel þrátt fyr­ir að marg­ir séu orðnir leiðir á þeim. Útgáf­an með loðna inn­legg­inu og bróderaðri mynd á rist­inni var hvað eft­ir­sótt­ust.

Gucci-mokkasínur með loðnu innleggi.
Gucci-mokkasín­ur með loðnu inn­leggi.

2018 Gömlu góðu hjóla­bux­urn­ar

Þær voru vin­sæl­ar á ní­unda ára­tugn­um og aft­ur í kring­um 2018. Vin­sæl­ast var að klæðast þröng­um hjóla­bux­um und­ir kjóla og við striga­skó. Á góðviðris­dög­um á Aust­ur­velli mátti sjá aðra hverja konu í þessu dressi enda þótti þetta þægi­legt og gríðarlega smart. Bux­urn­ar voru notaðar við hvert til­efni og fyllt­ust versl­an­ir af þess­um bux­um í öll­um lit­um.

Kim Kardashian í hjólabuxum og hettupeysu í stíl.
Kim Kar­dashi­an í hjóla­bux­um og hettupeysu í stíl. Skjá­skot/​In­sta­gram

2019 Agn­arsmá sólgler­augu

Lít­il sólgler­augu fóru að vera vin­sælli en þau stóru, sem höfðu lengi verið í tísku. Of­ur­fyr­ir­sæt­ur eins og Gigi og Bella Hadid komu þess­ari bylgju á kortið sem Íslend­ing­ar tóku vel í. Þau komu í öll­um lit­um: svört­um, bleik­um, ljós­blá­um og brún­um.

Lítil sólgleraugu voru aðalmálið árið 2019.
Lít­il sólgler­augu voru aðal­málið árið 2019.

2020 Hálf­mána­bol­ur­inn frá Mar­ine Ser­re

Vin­sæl­asta flík­in þetta árið var hálf­mána­bol­ur­inn frá franska fata­hönnuðinum Mar­ine Ser­re. Bol­ur­inn þótti nú­tíma­leg­ur og var úr end­ur­nýtt­um tex­tíl sem var farið að verða gríðarlega vin­sæl fram­leiðslu­leið.

Hálfmánabolurinn frá Marine Serre.
Hálf­mána­bol­ur­inn frá Mar­ine Ser­re.

2021 Perlu­háls­menið frá Vi­vienne Westwood

Breski fata­hönnuður­inn Vi­vienne Westwood hannaði áber­andi og rokkuð perlu­háls­men sem slógu svo sann­ar­lega í gegn hjá tísku­unn­end­um.

Perluhálsmen frá Vivienne Westwood.
Perlu­háls­men frá Vi­vienne Westwood.

2022 Dragt­ar­jakki í yf­ir­stærð

Tísku­bylgja sem kom og hef­ur ekki farið síðan. Dragt­ar­jakk­ar í stórri stærð, með stór­um öxl­um, voru áber­andi þetta ár. Sá vin­sæl­asti var frá merki sem heit­ir The Frankie Shop og fram­leiddi jakk­ann í mörg­um lit­um. Gild­ir enn í dag, enda klass­ík.

Stór og víður dragtarjakki frá The Frankie Shop.
Stór og víður dragt­ar­jakki frá The Frankie Shop.

2023 Hippaleg galla­pils

Þetta ár var lítið um stutt galla­pils held­ur voru þau síðu og hippalegu í tísku. Þau voru yf­ir­leitt stíliseruð við striga­skó og prjónaðar peys­ur. Sniðið sem var vin­sæl­ast náði rétt fyr­ir ofan ökkla og var með klauf. Sum þeirra voru saumuð með bútasaumi til að gera þau enn hippalegri.

Gallapils frá breska tískuhúsinu Victoriu Beckham frá árinu 2022.
Galla­pils frá breska tísku­hús­inu Victoriu Beckham frá ár­inu 2022.

2024 Hlé­b­arðamynst­ur

Það var nær ómögu­legt á síðasta ári að stíga fæti inn í versl­un eða sam­komu hvers kyns án þess að sjá flík í þessu mynstri. Það var jafn áber­andi hjá stærstu tísku­hús­um heims eins og hjá ódýr­ari fata­versl­un­um. Þetta var ár hlé­b­arðamynst­urs­ins og vin­sæld­ir þess náðu hápunkti síðsum­ars þegar versl­an­ir fyllt­ust af hlé­b­arðamynstruðum galla­bux­um.

Hlébarðamynstur frá danska merkinu Ganni sem þykir sérlega vel heppnað.
Hlé­b­arðamynst­ur frá danska merk­inu Ganni sem þykir sér­lega vel heppnað.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda