Þegar sumarið nálgast er góð hugmynd að skipta rakakreminu út fyrir léttari útgáfu. Þessi krem duga þegar hitastigið er hærra og óþarfi að maka á sig þykka kreminu. Mörg húðvörufyrirtæki hafa einnig gert léttari útgáfur af vinsælustu kremunum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Hér fyrir neðan eru nokkur góð og létt rakakrem sem þú getur notað núna.
Létt útgáfa af uppáhaldskremi margra Skin Food Light sem kostar 3.599 kr.
BL+ The Cream Light er léttari útgáfa af vinsæla andlitskreminu frá Bláa lóninu. Þetta krem er létt en áhrifaríkt. 15 ml kosta 8.900 kr.
Ferskt andlitskrem frá Chanel. Þetta heitir Hydra Beauty Camella Water Cream og gefur góðan raka og ferska, glansandi áferð.
BIOEFFECT Hydrating Cream er einstaklega létt en nærandi rakakrem. 50ML kosta 12.990 kr.
La Roche-Posay Hydraphase Light er rakakrem fyrir þurra og viðkvæma húð. Það kostar 6.599 kr.
Ultra Facial Gel Cream frá Kiehl's er létt, kælandi og olíulaust rakakrem sem dregur úr olíumyndun húðar. 50 ml kosta 6.899 kr.