Fær lykil að öllu húsinu

Jonathan Anderson verður fyrsti hönnuðurinn að Christian Dior sjálfum undanskildum …
Jonathan Anderson verður fyrsti hönnuðurinn að Christian Dior sjálfum undanskildum til að sjá um listræna sýn allra deilda hjá tískuhúsinu. Samsett mynd

Írski fata­hönnuður­inn Jon­ath­an And­er­son hef­ur tekið við öll­um deild­um tísku­húss­ins Dior sem list­rænn stjórn­andi. Það er kvennalína, karla­lína, há­tísku­lína og fylgi­hlut­ir. Daga­tal And­er­son verður ansi þétt þar sem hann mun þurfa að hanna fjór­ar kvennalín­ur, fjór­ar karla­lín­ur og tvær há­tísku­lín­ur á ári fyr­ir Dior. 

Þetta er sögu­legt skref hjá tísku­hús­inu en And­er­son er fyrsti hönnuður­inn, síðan Christian Dior var sjálf­ur við völd, til að sjá um list­ræna sýn fyr­ir allt tísku­húsið. 

Þær frétt­ir bár­ust í lok síðustu viku að Maria Grazia Chiuri hefði sagt upp störf­um hjá Dior eft­ir níu ár hjá fyr­ir­tæk­inu.

Það eru mikl­ar von­ir bundn­ar við ráðningu And­er­son sem kem­ur frá spænska tísku­hús­inu Loewe. 

„Óviðjafn­an­leg­ir og list­ræn­ir til­b­urðir hans verða mik­il­væg­ir í næsta kafla Dior-húss­ins,“ sagði Bern­ard Arnault, stjórn­ar­formaður LVMH, fé­lags­ins sem á Dior. 

Fatalín­urn­ar átta eru þó aðeins fyr­ir Dior en það eru fleiri verk­efni sem bíða hans á ári hverju. And­er­son er einnig list­rænn stjórn­andi eig­in fata­merk­is, JW And­er­son, og fram­leiðir sex fatalín­ur á ári fyr­ir kon­ur og karla. Einnig er hann hönnuður sér­stakr­ar fatalínu í sam­starfi við Un­iqlo, JW And­er­son x Un­iqlo. Í heild­ina mun hann því hanna átján fatalín­ur á ári. 

Frum­raun hans hjá tísku­hús­inu lít­ur dags­ins ljós í Par­ís þann 27. júní næst­kom­andi þegar hann sýn­ir karla­lín­una fyr­ir sum­arið 2026. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda