Heitasta mynstrið núna er ekki hlébarðamynstur eins og í fyrra heldur eru það doppur (e. polka dots). Þetta mynstur verður iðulega meira áberandi þegar líður á sumarið en er það nú meira en áður.
Þetta mynstur er vandmeðfarið og getur fljótt orðið leiðigjarnt. En flíkur í þessu mynstri geta einnig verið þær klassískustu og enst þér í mörg ár. Mikilvægt er að doppurnar séu smáar því um leið og þær verða of stórar er stutt í sirkusinn.
Doppóttar flíkur minna oft á föt Díönu prinsessu og kvenna í efri stéttum í Bretlandi. Þá voru skyrtur eða kjólar með stærri doppum og stórum axlarpúðum.
Klassískast er að hafa bakgrunninn í svörtum lit með hvítum doppum eða öfugt, svartar doppur á hvítu efni. Algengustu flíkurnar í mynstrinu eru kjólar, blússur úr silki- eða satínefni.
Hér fyrir neðan eru nokkrar flíkur með vel heppnuðu doppóttu mynstri.