Er þetta mynstur að koma sterkt inn?

Margir eru hræddir við mynstrið en það er algjör óþarfi.
Margir eru hræddir við mynstrið en það er algjör óþarfi. Samsett mynd

Heit­asta mynstrið núna er ekki hlé­b­arðamynst­ur eins og í fyrra held­ur eru það dopp­ur (e. polka dots). Þetta mynstur verður iðulega meira áber­andi þegar líður á sum­arið en er það nú meira en áður. 

Þetta mynstur er vandmeðfarið og get­ur fljótt orðið leiðigjarnt. En flík­ur í þessu mynstri geta einnig verið þær klass­ísk­ustu og enst þér í mörg ár. Mik­il­vægt er að dopp­urn­ar séu smá­ar því um leið og þær verða of stór­ar er stutt í sirk­us­inn. 

Frá vor- og sumarlínu Saint Laurent fyrir árið 2025. Þunnur …
Frá vor- og sum­ar­línu Saint Laurent fyr­ir árið 2025. Þunn­ur frakki með dopp­óttu mynstri.

Dopp­ótt­ar flík­ur minna oft á föt Díönu prins­essu og kvenna í efri stétt­um í Bretlandi. Þá voru skyrt­ur eða kjól­ar með stærri dopp­um og stór­um axlar­púðum. 

Með Vilhjálm nýfæddan.
Með Vil­hjálm ný­fædd­an. Skjá­skot/​In­sta­gram
Hvítt efni með svörtum doppum í stærra lagi.
Hvítt efni með svört­um dopp­um í stærra lagi. Skjá­skot/​In­sta­gram
Díana árið 1983.
Dí­ana árið 1983. Skjá­skot/​In­sta­gram


Því minni því betra

Klass­ísk­ast er að hafa bak­grunn­inn í svört­um lit með hvít­um dopp­um eða öf­ugt, svart­ar dopp­ur á hvítu efni. Al­geng­ustu flík­urn­ar í mynstr­inu eru kjól­ar, blúss­ur úr silki- eða satí­n­efni. 

Hér fyr­ir neðan eru nokkr­ar flík­ur með vel heppnuðu dopp­óttu mynstri.

Chiffon-kjóll úr Zöru sem kostar 13.995 kr.
Chiffon-kjóll úr Zöru sem kost­ar 13.995 kr.
Kvenlegur kjóll frá Polo Ralph Lauren sem fæst í Mathildu …
Kven­leg­ur kjóll frá Polo Ralph Lauren sem fæst í Mat­hildu og kost­ar 74.990 kr.
Síður kjóll úr Zöru sem kostar 5.595 kr.
Síður kjóll úr Zöru sem kost­ar 5.595 kr.
Blússa frá Gestuz, fæst í Andrá og kostar 16.990 kr.
Blússa frá Gest­uz, fæst í Andrá og kost­ar 16.990 kr.
Stuttur kjóll úr Zöru sem kostar 13.995 kr.
Stutt­ur kjóll úr Zöru sem kost­ar 13.995 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda