Upplyftingin sem þú þarft akkúrat núna

Mild­ir lit­ir og fágað yf­ir­bragð ein­kenn­ir förðun­ar­lín­una sem Valent­ina Li gerði í sam­vinnu við Chanel. Í lín­unni eru marg­ir eigu­leg­ir lit­ir og ýmis stykki sem er óþægi­legt að vera án. Til dæm­is fer­skju­litaður kinna­lit­ur í stift-formi sem get­ur breytt þreytu­legri ásýnd í frísk­lega kisu­lóru sem er til í flest.

Augnhárin eru aukaatriði í línunni. Aðaláherslan er á milda augnskyggingu, …
Augn­hár­in eru auka­atriði í lín­unni. Aðaláhersl­an er á milda augn­skygg­ingu, smá lit á var­ir og gló­andi kinn­ar.

Kín­verski förðun­ar­meist­ar­inn Valent­ina Li hannaði Les Beiges-förðun­ar­lín­una í sam­vinnu við franska tísku­húsið Chanel. Li er bú­sett í Frakklandi en hún ákvað að freista gæf­unn­ar í há­borg tísk­unn­ar, Par­ís. Síðan hún tók þetta stóra skref að yf­ir­gefa heima­hag­ana hef­ur hún hannað út­lit á tísku­sýn­ing­um þekktra hönnuða og unnið með tísku­ljós­mynd­ur­um sem þykja töff. Hún vann áður sem blaðamaður en kvaddi þann heim til þess að láta förðun­ar­drauma ræt­ast.

Í förðun­ar­lín­unni vill Li kalla fram allt þetta hlýja og góða sem ein­kenn­ir sum­arið því það er ekki nóg að finna bara lykt­ina af gras­inu og finna sól­ar­geisl­ana kitla húðfrum­urn­ar. Þú þarft að geta hresst upp á ásjón­una með réttu lit­un­um. Eins og til dæm­is glitrandi bleik- og brúntóna augnskugg­um, fer­skju­lituðum kinna­lit, glær­bleik­um varalit og rauðbleiku naglalakki sem er eins og slauf­an henn­ar Hello Kittý á lit­inn. Hversu dá­sam­legt er það?

Kinnalitir í línunni eru í formi gljáa í stift-formi. Hér …
Kinna­lit­ir í lín­unni eru í formi gljáa í stift-formi. Hér má sjá lit­inn Sun Bliss sem get­ur aukið lífs­mark í and­lit­um.

Þótt augnskuggi sé bor­inn á augnsvæðið þá er augn­um­gjörðin mild. Það er ekki verið að vinna með hnausþykk gerviaugn­hár eða þykkt lag af klesst­um maskara. Það er held­ur ekki verið að vinna með bústn­ar lýta­lækna­var­ir. Allt er vandað, pent og yf­ir­vegað. Og fágað!

Með því að bera kinnalitinn rétt á kinnbeinin er hægt …
Með því að bera kinna­lit­inn rétt á kinn­bein­in er hægt að lyfta and­lit­inu án þess að nokk­ur taki eft­ir því.
Þessir fimm litir passa saman og hægt er að skyggja …
Þess­ir fimm lit­ir passa sam­an og hægt er að skyggja augn­lokið út og suður. En líka nota einn lit til að fá ör­lít­inn svip.
Hello Kitty-naglalakk segir sex, Le Vernis-naglalakkið í litnum 367 er …
Hello Kitty-naglalakk seg­ir sex, Le Vern­is-naglalakkið í litn­um 367 er í sama lit og slauf­an henn­ar Hello Kitty. Kon­ur í kring­um fimm­tugt tengja óþægi­lega mikið við þenn­an rauða lit sem ger­ir allt betra, líkt og þessi litla asíska furðuvera sem naut vin­sælda í kring­um 1980.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda