Danska drottningin í 12 ára gömlum útivistarjakka

Drottningin naut náttúrunnar í jakkanum Tinnu frá Cintamani.
Drottningin naut náttúrunnar í jakkanum Tinnu frá Cintamani. Instagram/Skjáskot

Danska drottn­ing­in, María Elísa­bet, skartaði ís­lenskri hönn­un í ferð sinni í Fær­eyj­um þar sem hún klædd­ist jakka frá ís­lenska fata­merk­inu Cinta­mani. Jakk­inn heit­ir Tinna og kom á markað fyr­ir 20 árum. María drottn­ing hef­ur átt jakk­ann í 12 ár og greiddi fyr­ir hann sjálf. Árið 2013 komst hún í frétt­ir en þá var hún í sama jakk­an­um: 

„Það er gam­an að sjá Tinnu jakk­ann lifa góðu lífi hjá henni, heil 12 ár. Sýn­ir og sann­ar að hönn­un og gæði fram­leiðslu Cinta­mani lifa góðu lífi. Tinnu jakk­inn hef­ur ferðast með viðskipta­vin­um Cinta­mani í um 20 ár, alltaf vin­sæll og ein sölu­hæsta flík okk­ar frá upp­hafi,“ seg­ir Ein­ar Karl Birg­is­son eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Cinta­mani. 

Drottn­ing­in er í op­in­berri heim­sókn í Fær­eyj­um ásamt eig­in­manni sín­um, Friðriki Dana­kon­ungi, og dótt­ur sinni, Jós­efínu prins­essu, þar sem fjöl­skyld­an skoðaði menn­ingu, sögu og nátt­úru eyj­unn­ar. 

María Elísabet drottning ber Cintamani-jakkann Tinnu vel.
María Elísa­bet drottn­ing ber Cinta­mani-jakk­ann Tinnu vel. Sam­sett mynd

Í færslu á In­sta­gram-reikn­ingi danska kon­ungs­húss­ins má sjá mynd­ir af heim­sókn­inni þar sem drottn­ing­in klæðist jakk­an­um. 

Einar Karl Birgisson framkvæmdastjóri Cintamani.
Ein­ar Karl Birg­is­son fram­kvæmda­stjóri Cinta­mani. Ljós­mynd/​Aðsend



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda