Fáðu hár eins og Kylie Jenner

Kylie Jenner.
Kylie Jenner. AFP

Kylie Jenner hef­ur að und­an­förnu verið að gefa svör við spurn­ing­um sem aðdá­end­ur henn­ar hafa beðið eft­ir árum sam­an. Jenner er bæði orðin virk­ari og opn­ari á sam­fé­lags­miðlum og opnaði sig ný­lega um brjóstas­tækk­un sína þar sem hún greindi frá aðgerðinni og hvað var gert.

Hvernig færðu hár Kylie Jenner 

Jenner virðist hvergi nærri hætt að deila leynd­ar­mál­um sín­um en á dög­un­um birti hún mynd­skeið á TikT­ok þar sem hún sit­ur í hár­greiðslu­stóln­um hjá Cher­i­lyn Farris, hár­greiðslu­meist­ara sem hef­ur einnig unnið með Hailey Bie­ber, Oli­viu Munn og Kendall Jenner. 

Í mynd­skeiðinu sýn­ir Farris skref fyr­ir skref hvernig ná má fram hinum eft­ir­sóttu krull­um sem Jenner hef­ur verið að rokka upp á síðkastið. Farris seg­ir að lyk­il­atriðið sé að nota mis­mun­andi stærðir af krullu­járni til að skapa fjöl­breytt­ar og nátt­úru­leg­ar krull­ur, svo hárið verði ekki of eins­leitt.

Not­ar sléttu­járn sem krullu­járn

„Marg­ir eiga erfitt með að ná lyft­ingu við skipt­ing­una, en sléttu­járn gef­ur betri stjórn en krullu­járn,“ seg­ir Farris, sem not­ar sléttu­járnið sér­stak­lega við and­lit Jenner til að fá full­komna mót­un.

Jenner hef­ur síðustu ár hall­ast að klass­ísk­ari hárstíl eft­ir lit­rík­ari til­raun­ir í fortíðinni, þar sem hún var þekkt fyr­ir bleikt og blátt hár. Stíll­inn hef­ur þró­ast í hönd­um hár­greiðslu­meist­ar­ans Jes­us Gu­er­rero, sem lést aðeins 34 ára gam­all fyrr á þessu ári, en vann lengi með Jenner ásamt öðrum stór­stjörn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda