Áslaug Íris geislaði í sænskri hönnun

Kjóllinn klæddi myndlistarlistakonuna Áslaugu Írisi vel.
Kjóllinn klæddi myndlistarlistakonuna Áslaugu Írisi vel. Samsett mynd

Mynd­list­ar­kon­an Áslaug Íris Friðjóns­dótt­ir geislaði við opn­un sýn­ing­ar­inn­ar Speg­il­mynd í Þulu á dög­un­um. Áslaug klædd­ist síðkjól frá sænska merk­inu Rode­bjer. 

Kjóll­inn er mynstraður með óljósu blóma­mynstri í græn­um, hvít­um og svört­um tón­um. Sniðið er beint en erm­arn­ar eru ósam­hverf­ar. Það þýðir að erm­arn­ar eru ekki eins sniðnar held­ur er vinstri erm­in efn­is­meiri.

Sídd kjóls­ins nær fyr­ir neðan ökkla.

Efnið í kjóln­um er 100% rayon. Rayon er einnig þekkt sem viskós en hef­ur einnig verið markaðssett sem gervisilki vegna líkr­ar áferðar. Efnið er meðal ann­ars unnið úr trefj­um úr trjám og plönt­um. Mjög marg­ar út­gáf­ur af efn­inu eru til og geta áferðir þeirra verið eins og silki, ull, bóm­ull og hör. 

Rode­bjer hef­ur notið mik­illa vin­sælda bæði hér á landi og í Skandi­nav­íu síðustu ár. Hér á landi fæst það í versl­un­inni Andrá Reykja­vík sem er staðsett í miðbæn­um. Föt­in eru frjáls­leg og flæðandi, mynstr­in heill­andi en einnig finn­urðu vel klæðskerasniðna jakka og dragt­ir frá merk­inu.

Kjóll­inn fæst hins veg­ar í net­versl­un­inni Boozt í græn­um lit en einnig í bleik­um. 

Hér er bolur úr sama efni og mynstri frá Rodebjer. …
Hér er bol­ur úr sama efni og mynstri frá Rode­bjer. Hann fæst í Andrá og kost­ar 23.900 kr.
Kjóllinn er klassískur og mynstrið fallegt.
Kjóll­inn er klass­ísk­ur og mynstrið fal­legt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda