„Gaman að fá að vera fín á þessum dögum“

Sanna Magdalena Mörtudóttir klæddist 20. aldar upphlut á 17. júní. …
Sanna Magdalena Mörtudóttir klæddist 20. aldar upphlut á 17. júní. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi VG klæddist líka þjóðbúningi. Hún var í 20. aldar peysufötum. mbl.is/Hákon Pálsson

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins klædd­ist ís­lenska þjóðbún­ingn­um tvo daga í þess­ari viku. Fyrst þann 17. júní og svo þann 19. júní. Um er að ræða 20. upp­hlut, pils, blússu og svuntu. 

„Ég var í upp­hlut 20. ald­ar. Ég hef aldrei verið í þjóðbún­ingi áður og fékk lánaðan frá Þjóðdansa­fé­lagi Reykja­vík­ur og fékk mikla hjálp þar. Ásta sem hjálpaði mér þar, er al­veg ynd­is­leg. Ég fékk bún­ing lánaðan fyr­ir 17. júní og kven­rétt­inda­dag­inn 19. júní,“ seg­ir Sanna Magda­lena í sam­tali við Smart­land. Hún fékk tvær svunt­ur lánaðar sem hún notaði við sitt­hvort til­efnið. Með því að breyta um svuntu gjör­breyt­ist bún­ing­ur­inn. 

Hvernig upp­lif­un var það að klæðast ís­lenska þjóðbún­ingn­um? 

„Mjög vel, gam­an að fá að vera fín á þess­um dög­um,“ seg­ir hún. 

Var þig búið að langa það lengi að skarta ís­lensk­um þjóðbún­ingi? 

„Ég var búin að vera leiða hug­ann að því að það gæti verið gam­an að prófa að vera í þjóðbún­ingi og fékk ábend­ingu um að Þjóðdans­fé­lag Reykja­vík­ur væri að leigja út og ákvað að slá til.“

Sanna Magdalena klæddist búningnum 19. júní þegar hún lagði krans …
Sanna Magda­lena klædd­ist bún­ingn­um 19. júní þegar hún lagði krans á leiði Bríet­ar Bjarn­héðins­dótt­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Á 17. júní var Sanna Magdalena með bláköflótta svuntu við …
Á 17. júní var Sanna Magda­lena með bláköfl­ótta svuntu við bún­ing­inn. mbl.is/​Há­kon Páls­son
Rauða svuntan á búningnum er klæðileg.
Rauða svunt­an á bún­ingn­um er klæðileg. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Stjórn­mála­kon­ur á bún­ingi

Hún var ekki sú eina sem skartaði þjóðbún­ingi á 17. júní því Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri í Reykja­vík klædd­ist 20. ald­ar peysu­föt­um sem hún fékk í gjöf frá eig­in­manni sín­um. Föt­in voru keypt hjá Odd­nýju Kristjáns­dótt­ur sem rek­ur fyr­ir­tækið 7í­höggi en hún er einn helsti þjóðbún­inga­sér­fræðing­ur lands­ins. 

Heiða Björg Hilmisdóttir var í 20. aldar peysufötum á 17. …
Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir var í 20. ald­ar peysu­föt­um á 17. júní. mbl.is/​Há­kon Páls­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda