Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ekki á búningi á þjóðhátíðardaginn, eins og áberandi var á meðal kollega hennar, heldur varð ljós peysa og pils í stíl fyrir valinu. Yfir pilsasettið klæddist hún ljósum rykfrakka og svo brúnum leðurstígvélum.
Þetta var hentugt val fyrir veðrið á höfuðborgarsvæðinu. Prjónaðar flíkur eru bæði hlýjar og geta verið mjög klassískar. Föt Kristrúnar voru úr mjög fínlega prjónuðu efni, í kremuðum lit og aðsniðin.
Þessi föt er hægt að nota allan ársins hring og auðvelt að klæða upp og niður.
Hér fyrir neðan eru nokkrar útgáfur af svipuðum fötum fyrir þá sem hafa orðið fyrir innblæstri með fataval Kristrúnar.