Frakkar samþykkja frumvarp gegn Shein

Mynd tekin í verksmiðju þar sem föt fyrir Shein eru …
Mynd tekin í verksmiðju þar sem föt fyrir Shein eru framleidd. AFP

Öld­unga­deild Frakk­lands samþykkti frum­varp sem á að minnka um­svif hraðtísku­fyr­ir­tækja. Frum­varpið fel­ur í sér bann á aug­lýs­ing­um og refsiaðgerðir gegn fyr­ir­tækj­um sem fram­leiða hraðtísku.

Frum­varp­inu er sér­stak­lega beint að net­versl­un­inni Shein sem er þekkt fyr­ir að selja ódýr föt í lé­leg­um gæðum. Frum­varpið á ekki að hafa áhrif á frönsk og evr­ópsk fyr­ir­tæki eins og Zöru og H&M.

„Frum­varpið er stórt skref í bar­átt­unni gegn efna­hags­leg­um og um­hverf­is­leg­um áhrif­um hraðtísku og send­ir sterkt skila­boð til fyr­ir­tækja og neyt­enda,“ sagði Agnes Pannier-Runacher, ráðherra vist­fræðilegra um­skipta, eft­ir að niður­stöður at­kvæðagreiðslunn­ar voru kynnt­ar.

Frum­varpið var samþykkt af 337 þing­mönn­um öld­unga­deild­ar gegn ein­um á þriðju­dag en það hafði þegar verið samþykkt af þjóðþingi Frakk­lands fyr­ir rúmu ári síðan. Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur verið lát­in vita af frum­varp­inu en hún úr­sk­urðar hvort frum­varpið stang­ist á við lög sam­bands­ins.

Þreföld ógn

Pannier-Runacher seg­ir frum­varpið boða strang­ari refsiaðgerðir á hraðtísku­fyr­ir­tæki sem verði gef­in ein­kunn fyr­ir „um­hverf­is­sam­skipti“. Þessi „um­hverf­is­stig“ munu hafa áhrif á öll hraðtísku­fyr­ir­tæki. Fyr­ir­tæk­in sem fái lægstu ein­kunn­irn­ar verði skatt­lögð af stjórn­völd­um.

Pannier-Runacher seg­ir hraðtísku þre­falda ógn sem stuðli að of­neyslu, sé óum­hverf­i­s­væn og ógni frönsk­um fata­fyr­ir­tækj­um.

Markaður fyr­ir hraðtísku­vör­ur er vax­andi í Frakklandi en um 48 flík­ur á hvern íbúa eru sett­ar á markað í Frakklandi á hverju ári og 35 flík­um er hent á hverri sek­úndu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda