Íslenskur úlpugjörningur í Kaupmannahöfn

Hér Shygirl í úlpunni frá 66°Norður.
Hér Shygirl í úlpunni frá 66°Norður.

Íslenska úlp­an fékk nýtt hlut­verk í Kaup­manna­höfn í síðustu viku með þátt­töku 66°Norður á Ot­her Circle hönn­un­ar­sýn­ingu sem hald­in var í til­efni af hönnu­ar­vik­unni 3daysofDesign. Þar var ís­lenska úlp­an sett fram sem tákn um hringrás­ar­hönn­un. Í hjarta sýn­ing­ar­inn­ar var hvít skikkja unn­in úr út­lits­gölluðum Dyngju úlp­um frá 66°Norður.

Skikkj­an var upp­haf­lega hönnuð fyr­ir tón­list­ar­kon­una Shyg­irl fyr­ir Brit­ish Fashi­on Aw­ards 2023, en fékk nú nýtt líf í rými á sýn­ing­unni sem virkjaði öll skyn­færi.

Þar mætt­ust ís­lensk­ur hljóðheim­ur og ilmupp­lif­un frá Fischer­sund, sem mynduðu sterka teng­ingu við upp­runa vörumerk­is­ins.

„Sýn­ing­in heppnaðist mjög vel og dró fram þá hugs­un sem hef­ur fylgt 66°Norður í nær 100 ár að hanna flík­ur sem end­ast, eru viðgerðahæf­ar og geti átt fram­halds­líf aft­ur og aft­ur," seg­ir Lilja Krist­ín Birg­is­dótt­ir, markaðstjóri alþjóðamarkaða hjá 66°Norður.

Hér má sjá úlpuna á sýningunni í Kaupmannahöfn.m
Hér má sjá úlp­una á sýn­ing­unni í Kaup­manna­höfn.m
Skikkjan var hönnuð úr útlitsgölluðum úlpum.
Skikkj­an var hönnuð úr út­lits­gölluðum úlp­um.
Gestir sýningarinnar voru hrifnir.
Gest­ir sýn­ing­ar­inn­ar voru hrifn­ir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda