Kim Kardashian nánast óþekkjanleg í nýrri herferð

Er þetta ný hártíska sem Kim Kardashian skartar?
Er þetta ný hártíska sem Kim Kardashian skartar? Samsett mynd

Raun­veru­leika­mó­gull­inn Kim Kar­dashi­an birti mynd­ir frá nýrri aug­lýs­inga­her­ferð und­irfata­merk­is­ins Skims og sam­starfs þeirra við ít­alska fata­merkið Roberto Ca­valli. Þar sit­ur hún fyr­ir meðal ann­ars ásamt móður sinni, Kris Jenner, en Kim Kar­dashi­an þykir nán­ast óþekkj­an­leg.

Kar­dashi­an skart­ar nýrri klipp­ingu en hún er stutt­klippt með mikl­ar, ljós­ar krull­ur. Á mynd­inni er hún með þykkt rautt hár­band og í hlé­b­arðaskreytt­um sund­bol.

Kar­dashi­an er eig­andi Skims ásamt hinum sænska Jens Grede. Fyr­ir­tækið er í mik­illi út­rás og hyggst opna fleiri versl­an­ir um all­an heim á næstu árum. Skims sér­hæf­ir sig í und­ir­föt­um, nátt­föt­um, æf­inga­föt­um og nú sund­föt­um. 

Tísku­húsið Roberto Ca­valli er þekkt fyr­ir dýra­mynst­ur, flæðandi kjóla og ít­alsk­an lúx­us. Þetta sam­starf mun án efa rjúka út og nú þegar er kom­inn lang­ur biðlisti fólks sem vill eign­ast flík eða tvær úr lín­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda