„Manni bregður alveg smá“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Það vakti at­hygli í vik­unni þegar leik­kon­an Zendaya mætti óvænt í fata­versl­un­ina Mamm­a­Mia Vinta­ge sem er til húsa í Bergstaðastræti í Reykja­vík. 

    Blaðamaður Smart­lands heim­sótti fata­versl­un­ina Mamm­a­Mia Vinta­ge sem er í eigu Anítu Bjart­ar Sig­ur­jóns­dótt­ur og Sigrún­ar Guðnýj­ar Karls­dótt­ur. Þær hafa rekið versl­un­ina í tvö ár eða frá því að þær héldu sinn fyrsta poppöpp viðburð.

    Hug­mynd­in að versl­un­inni kviknaði þegar þær Aníta og Sigrún bjuggu á Ítal­íu og fóru reglu­lega á markaði í leit að flott­um vinta­ge-flík­um. Þeim fannst greini­lega skorta úr­val af slíku hér heima og ákváðu því að stökkva út í rekst­ur­inn.

    All­ir vilja finna sér eitt­hvað ein­stakt

    Fyr­ir nokkr­um árum var það ekki talið eft­ir­sókn­ar­vert að klæðast notuðum föt­um, en nú hef­ur viðhorfið breyst og fólk sér tæki­færi í að finna ein­staka flík á góðu verði. Vinta­ge-föt hafa því orðið gríðarlega vin­sæl.

    „Við feng­um mjög góðar mót­tök­ur strax þegar við byrjuðum, og það er klár­lega meira í tísku núna að klæðast vinta­ge-föt­um en áður fyrr,“ seg­ir Sigrún.

    Zendaya og Add­i­son Rae hafa verslað í búðinni

    Rekst­ur­inn hef­ur gengið frá­bær­lega og hef­ur búðin vakið mikla at­hygli, svo mikla að heims­fræg­ar stjörn­ur eins og leik­kon­an Zendaya og söng­kon­an Add­i­son Rae hafa meðal ann­ars verslað í búðinni. 

    „Við leggj­um mjög mikla vinnu í að finna flott­ar vör­ur þannig mögu­lega hafa þær séð okk­ur á sam­fé­lags­miðlum eða ein­fald­lega gengið fram­hjá búðinni. Það er smá sjokk en ótrú­lega gam­an þegar svona frægt fólk kem­ur inn og sýn­ir að maður er greini­lega að gera eitt­hvað rétt,“ seg­ir Sigrún.

    Pels­arn­ir þeirra ein­kenn­is­flík

    Mesta eft­ir­spurn­in er eft­ir Y2K-bol­um, en pels­arn­ir hafa þó slegið ræki­lega í gegn og má segja að það sé ein­kenn­is­flík versl­un­ar­inn­ar. Á sumr­in eru leður­jakk­arn­ir einnig sér­stak­lega vin­sæl­ir.

    Þegar Sigrún er spurð um framtíðar­plön Mamm­a­Mia seg­ir hún:

    „Við vilj­um halda áfram að reka versl­un­ina hér í bæn­um og okk­ur lang­ar ótrú­lega mikið að stefna með búðina út í heim.“

    Sigrún Guðný og Aníta Björt eigendur Mamma Mia Vintage.
    Sigrún Guðný og Aníta Björt eig­end­ur Mamma Mia Vinta­ge. Ljós­mynd/Á​gúst
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda

    fasteignasali svarar spurningum lesenda