Rýnt í tískuna á Ascot-kappreiðunum

Kjólarnir voru glæsilegir á Ascot-kappreiðunum.
Kjólarnir voru glæsilegir á Ascot-kappreiðunum. Samsett mynd

Oft er mikið um dýrðir á hinum ár­legu Royal Ascot-kapp­reiðum í Bretlandi. Vanda þarf klæðaburðinn enda gilda þar mjög strang­ar regl­ur. 

Fjöl­miðlar þar ytra hafa greint ákveðnar stefn­ur og strauma sem ríktu í fata­vali gesta á kapp­reiðunum í ár. 

„Pastel blár og ýkt­ir blóma­kjól­ar voru áber­andi á kapp­reiðunum í ár. Yf­ir­bragðið var róm­an­tískt og flæðandi. Ljós bláu kjól­arn­ir voru úr létt­um efn­um eins og til dæm­is siffon og bærðust fal­lega í gol­unni. Blóma­mynstrið var hins veg­ar meira af­ger­andi og nú­tíma­legt, t.d. með fal­leg­um út­saumi og drama­tísk­um út­lín­um. Ekki í anda garðpar­týs held­ur eitt­hvað meira fágað,“ seg­ir í um­fjöll­un The Mirr­or.

„Þá voru dopp­ur og hvít­ir krag­ar einnig mjög áber­andi. Það var líkt og fólk væri að sækja í nostal­g­íu liðinna tíma en þó með nú­tíma­legu yf­ir­bragði. Allt var frek­ar „tren­dy“ og „vinta­ge“.“

„Herðaslár voru einnig vin­sæl­ar sem gaf heild­ar­út­lit­inu drama­tískt yf­ir­lit sem og mynstur sem minnti á hvítt og blátt postu­lín sem er mjög í anda Dior þessa dag­ana.

Annað sem var vin­sælt:

  • Stór­ar slauf­ur
  • Dökk blár lit­ur
  • Frum­leg mynstur
  • Silki sam­fest­ing­ar
  • Einn lit­ur frá toppi til táar
Laura-Ann er áhrifavaldur frá Norður-Írlandi og slær aldrei feilnótu þegar …
Laura-Ann er áhrifa­vald­ur frá Norður-Írlandi og slær aldrei feilnótu þegar kem­ur að tísku. Það var t.d. vin­sælt í ár að vera í ein­um lit frá toppi til táar. Skjá­skot/​In­sta­gram/​all.thats.pretty
Þessi fór alla leið með herðaslánna sem minnti meira á …
Þessi fór alla leið með herðaslánna sem minnti meira á skikkju. Kjól­arn­ir voru gjarn­an úr létt­um siffon efni sem sveiflaðist til og frá. Skjá­skot/​In­sta­gram
Ýkt blómamynstur og falleg snið í anda liðinna tíma voru …
Ýkt blóma­mynst­ur og fal­leg snið í anda liðinna tíma voru áber­andi í ár. Skjá­skot/​In­sta­gram
Ljósblái liturinn kom sá og sigraði.
Ljós­blái lit­ur­inn kom sá og sigraði. Skjá­skot/​In­sta­gram
Herðaslár settu punktinn yfir i-ið.
Herðaslár settu punkt­inn yfir i-ið. Skjá­skot/​In­sta­gram
Allt var mjög rómantískt í ár.
Allt var mjög róm­an­tískt í ár. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda