Oft er mikið um dýrðir á hinum árlegu Royal Ascot-kappreiðum í Bretlandi. Vanda þarf klæðaburðinn enda gilda þar mjög strangar reglur.
Fjölmiðlar þar ytra hafa greint ákveðnar stefnur og strauma sem ríktu í fatavali gesta á kappreiðunum í ár.
„Pastel blár og ýktir blómakjólar voru áberandi á kappreiðunum í ár. Yfirbragðið var rómantískt og flæðandi. Ljós bláu kjólarnir voru úr léttum efnum eins og til dæmis siffon og bærðust fallega í golunni. Blómamynstrið var hins vegar meira afgerandi og nútímalegt, t.d. með fallegum útsaumi og dramatískum útlínum. Ekki í anda garðpartýs heldur eitthvað meira fágað,“ segir í umfjöllun The Mirror.
„Þá voru doppur og hvítir kragar einnig mjög áberandi. Það var líkt og fólk væri að sækja í nostalgíu liðinna tíma en þó með nútímalegu yfirbragði. Allt var frekar „trendy“ og „vintage“.“
„Herðaslár voru einnig vinsælar sem gaf heildarútlitinu dramatískt yfirlit sem og mynstur sem minnti á hvítt og blátt postulín sem er mjög í anda Dior þessa dagana.
Annað sem var vinsælt: