Ástrós Traustadóttir áhrifavaldur er þekkt fyrir mínimalískan en einstaklega smekklegan fatastíl. Margir fylgjast með henni fatastílsins vegna til að fá hugmyndir og innblástur.
Ástrós er nú stödd á Grikklandi þar sem hún klæddist fallegu satínsetti í kremuðum lit. Góðu fréttirnar eru þær að það er auðvelt að leika þetta útlit eftir og án þess að það setji stórt gat í veskið.
Föt Ástrósar eru frá spænska fatarisanum Zöru sem flestir þekkja. Þetta er hlýralaus satínbolur og satínbuxur í stíl sem gerir heildarútlitið fínlegt og afslappað. Satín þykir með eindæmum fallegt efni en hefur því miður þann ókost að vera heldur viðkvæmt. Það þarf því að passa sig vel því það dregst auðveldlega til í efninu og blettir sjást oft vel á efninu.
Toppurinn kostar 5.595 kr. samkvæmt vefverslun Zöru og buxurnar 5.995 kr. Settið er einnig til í svörtum lit og dökkbrúnum með hvítum doppum. Þetta mun án efa seljast hratt upp enda fullkomið fyrir hin ýmsu sumartilefni.
Hlauptu!