Steldu stílnum af Ástrós Trausta

Föt Ástrósar eru úr Zöru.
Föt Ástrósar eru úr Zöru. Samsett mynd

Ástrós Trausta­dótt­ir áhrifa­vald­ur er þekkt fyr­ir míni­malísk­an en ein­stak­lega smekk­leg­an fata­stíl. Marg­ir fylgj­ast með henni fata­stíls­ins vegna til að fá hug­mynd­ir og inn­blást­ur.

Ástrós er nú stödd á Grikklandi þar sem hún klædd­ist fal­legu satín­setti í kremuðum lit. Góðu frétt­irn­ar eru þær að það er auðvelt að leika þetta út­lit eft­ir og án þess að það setji stórt gat í veskið. 

Föt Ástrós­ar eru frá spænska fat­ar­is­an­um Zöru sem flest­ir þekkja. Þetta er hlýra­laus satín­bol­ur og satín­bux­ur í stíl sem ger­ir heild­ar­út­litið fín­legt og af­slappað. Satín þykir með ein­dæm­um fal­legt efni en hef­ur því miður þann ókost að vera held­ur viðkvæmt. Það þarf því að passa sig vel því það dregst auðveld­lega til í efn­inu og blett­ir sjást oft vel á efn­inu.

Topp­ur­inn kost­ar 5.595 kr. sam­kvæmt vef­versl­un Zöru og bux­urn­ar 5.995 kr. Settið er einnig til í svört­um lit og dökk­brún­um með hvít­um dopp­um. Þetta mun án efa selj­ast hratt upp enda full­komið fyr­ir hin ýmsu sum­ar­til­efni.

Hlauptu!

Hlýralaus toppur úr Zöru sem kostar 5.595 kr.
Hlýra­laus topp­ur úr Zöru sem kost­ar 5.595 kr.
Satínbuxur í stíl úr Zöru sem kosta 5.995 kr.
Satín­bux­ur í stíl úr Zöru sem kosta 5.995 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda