Fuglafár á tískuviku í París

Cardi B hafði með sér óvæntan gest á tískuvikuna í …
Cardi B hafði með sér óvæntan gest á tískuvikuna í París. Skjáskot/Instagram

Fjöldi þekktra ein­stak­linga legg­ur leið sína til Par­ís­ar í vik­unni en þar er tísku­vika haf­in af full­um krafti.

Rapp­stjarn­an Car­di B lét sig ekki vanta og vakti svo sann­ar­lega at­hygli með klæðaburði sín­um á sýn­ingu Schiapar­elli. Hún klædd­ist djörf­um og í senn glæsi­leg­um kjól með gríðar­há­um öxl­um og kögri með perl­um.

Svart­ir óperu­hansk­ar, stór­ir perlu­eyrna­lokk­ar og dem­ant­ur und­ir aug­anu gerðu klæðaburðinn enn drama­tísk­ari. Rús­ín­an í pylsu­end­an­um var óvænt­ur gest­ur sem rapp­ar­inn hafði meðferðis, kráka.

Car­di B skaust á stjörnu­him­in­inn með plötu sinni In­vasi­on of Pri­vacy og er hvað þekkt­ust fyr­ir lög­in WAP og Bodak Yellow.

Hún deildi mynd­bandi af sér í kjóln­um með kráku­vini sín­um, sem hún kall­ar Crowdi B, á In­sta­gram.

<div> <div></​div> <div> <div></​div> <div></​div> </​div> </​div><div></​div><div></​div><div> <div>View this post on In­sta­gram</​div> </​div>

<a href="htt­ps://​www.in­sta­gram.com/​reel/​DL0p­urysK3u/?​ut­m_­source=ig_­em­bed&amp;ut­m_campaign=loa­ding" tar­get="_blank">A post shared by Car­di B (@iamcar­dib)</​a>

Brúður í svans­líki

Fleiri sóttu inn­blást­ur til fugla á tísku­vik­unni. Söng­kon­an Dua Lipa var eins og stór­glæsi­leg­ur svan­ur á sýn­ingu Schiapar­elli þar sem hún klædd­ist síðkjól þökt­um pallí­ett­um sem minna á fjaðrir. 

Dua Lipa, sem hef­ur verið önn­um kaf­in á tón­leika­ferðalagi með plötu sína Radical Optim­ism, er trú­lofuð breska leik­ar­an­um Call­um Turner. Hvíti kjóll­inn þykir fara til­von­andi brúðinni ein­stak­lega vel.

<div> <div></​div> <div> <div></​div> <div></​div> </​div> </​div><div></​div><div></​div><div> <div>View this post on In­sta­gram</​div> </​div>

<a href="htt­ps://​www.in­sta­gram.com/​p/​DLz2oNjNd­GT/?​ut­m_­source=ig_­em­bed&amp;ut­m_campaign=loa­ding" tar­get="_blank">A post shared by DUA LIPA (@dualipa)</​a>

Hjarta sem slær

Á sýn­ingu Schiapar­elli vakti háls­men mesta at­hygli. Háls­menið er fyr­ir­ferðamikið og djarft og þakið gim­stein­um. Það lík­ir eft­ir hjarta og slætti þess. Schiapar­elli ögr­ar mörk­um hönn­un­ar og hef­ur í gegn­um tíðina sveifl­ast á milli súr­real­isma og hýper­real­isma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda