Fjöldi þekktra einstaklinga leggur leið sína til Parísar í vikunni en þar er tískuvika hafin af fullum krafti.
Rappstjarnan Cardi B lét sig ekki vanta og vakti svo sannarlega athygli með klæðaburði sínum á sýningu Schiaparelli. Hún klæddist djörfum og í senn glæsilegum kjól með gríðarháum öxlum og kögri með perlum.
Svartir óperuhanskar, stórir perlueyrnalokkar og demantur undir auganu gerðu klæðaburðinn enn dramatískari. Rúsínan í pylsuendanum var óvæntur gestur sem rapparinn hafði meðferðis, kráka.
Cardi B skaust á stjörnuhimininn með plötu sinni Invasion of Privacy og er hvað þekktust fyrir lögin WAP og Bodak Yellow.
Hún deildi myndbandi af sér í kjólnum með krákuvini sínum, sem hún kallar Crowdi B, á Instagram.
<div> <div></div> <div> <div></div> <div></div> </div> </div><div></div><div></div><div> <div>View this post on Instagram</div> </div><a href="https://www.instagram.com/reel/DL0purysK3u/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=loading" target="_blank">A post shared by Cardi B (@iamcardib)</a>
Fleiri sóttu innblástur til fugla á tískuvikunni. Söngkonan Dua Lipa var eins og stórglæsilegur svanur á sýningu Schiaparelli þar sem hún klæddist síðkjól þöktum pallíettum sem minna á fjaðrir.
Dua Lipa, sem hefur verið önnum kafin á tónleikaferðalagi með plötu sína Radical Optimism, er trúlofuð breska leikaranum Callum Turner. Hvíti kjóllinn þykir fara tilvonandi brúðinni einstaklega vel.
<div> <div></div> <div> <div></div> <div></div> </div> </div><div></div><div></div><div> <div>View this post on Instagram</div> </div><a href="https://www.instagram.com/p/DLz2oNjNdGT/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=loading" target="_blank">A post shared by DUA LIPA (@dualipa)</a>
Á sýningu Schiaparelli vakti hálsmen mesta athygli. Hálsmenið er fyrirferðamikið og djarft og þakið gimsteinum. Það líkir eftir hjarta og slætti þess. Schiaparelli ögrar mörkum hönnunar og hefur í gegnum tíðina sveiflast á milli súrrealisma og hýperrealisma.