Íslenska jazzsöngkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur nú gefið út sína aðra skartgripalínu í samstarfi við bandarísku skartgripaverslunina Catbird frá New York. Línan samanstendur af glæsilegum hálsmenum, hringum og armbandi ásamt fallegum lukkugripum („charms“) sem Laufey sjálf hefur hannað og valið.
Í tilkynningunni um línuna kemur fram skemmtilegt orðagrín: „From Laufey to Lauvers“, sem má þýða sem „Frá Laufey til lauvers eða elskenda.“ „Lauvers“ er það orð sem hún á yfir aðdáendur sína.
Línan fylgir þannig eftir velgengni fyrstu skartgripalínu Laufeyjar frá því í fyrra, sem naut mikilla vinsælda. Þá, líkt og nú, voru allir gripirnir framleiddir úr 100% endurunnu gulli og silfri.