50 bestu fegrunarráðin

Hunang og maukuð lárpera eru nefnd sem hráefni í góðan …
Hunang og maukuð lárpera eru nefnd sem hráefni í góðan andlitsmaska. mbl.is

Breskar konur geta verið ansi hugmyndaríkar þegar kemur að fegurðarráðum. Tekin hafa verið saman helstu fegrunarráð breskra kvenna og á listanum er meðal annars mælt með því að sofa á bakinu til þess að koma í veg fyrir hrukkur og nota ofnæmislyf til þess að draga úr roða í kinnum. Það sem þó trónir í efsta sæti er hið gamalkunna ráð að setja gúrkur á augun til þess að gera þau frísklegri.

50 bestu fegrunarráðin:


1. Gúrkur á augu.

2. Drekka tvo lítra af vatni á dag.

3. Tannkrem á bólur.

4. Setja kalda og raka tepoka á augun.

5. Talkúmduft í hár svo að hárið líti ekki út fyrir að vera fitugt.

6. Til þess að fá mjúka fætur á að sofa í sokkum sem eru fullir af rakakremi.

7. Klípa í kinnar til þess að fá náttúrulegan roða.

8. Raka hár af fótum með hárnæringu.

9. Til þess að lýsa hár skal nota sítrónusafa.

10. Drekka nóg af mjólk.

11. Tannkrem á mýbit hjálpar húðinni að gróa.

12. Naglalakk geymist best inni í ísskáp.

13. Matarsódi til þess að gera tennurnar hvítari.

14. Vaselín til þess að halda augabrúnum í skefjum.

15. Ef maður á ekki þar til gerðan kinnalit má nota varalit í staðinn á kinnarnar.

16. Skola hárið upp úr ediki til þess að fá aukinn gljáa.

17. Úða hárburstann með ilmvatni.

18. Fiskafótsnyrting til þess að fá mýkri fætur.

19. Kaldar teskeiðar lagðar á augu til þess að draga úr bólgum.

20. Nota hunang sem andlitsmaska.

21. Nota skal tonnatak á brotnar neglur.

22. Setja andlitið í gufubað sem samanstendur af heitu vatni og ferskum jurtum.

23. Vaselín notað til þess að draga úr úfnu hári.

24. Hita skal augnhárabrettara fyrir notkun.

25. Sofa á bakinu til þess að forðast hrukkur.

26. Setja sykur í sápuna til þess að hreinsa húðina.

27. Skola hárið með bjór.

28. Strauja sítt hár til þess að slétta það (þetta var greinilega fyrir daga sléttujárna).

29. Sítrónusafi notaður til þess að gera neglur hvítari.

30. Geyma augnblýanta og varaliti inni í ísskáp.

31. Bæta mjólk út í baðið.

32. Setja hrá egg í hárið til þess að fá það til að glansa.

33. Nota hvíttunartannkrem til þess að ná gervibrúnku af lófum.

34. Blanda dropa af olíu saman við farða til þess að húðin ljómi.

35. Nudda skal ísmola á andlitið til þess að draga úr hrukkum og bólum.

36. Nota köldu stillinguna á hárþurrkunni til þess að fullkomna maskarann.

37. Sofðu á silkipúða til þess að draga úr hrukkum.

38. Nota tómatsósu til þess að ná hárlit úr hárinu.

39. Graskersolía eða kókosolía er góð til þess að gefa hárinu raka.

40. Bursta húðina með kaffi til þess að vinna á appelsínuhúð.

41. Mauka lárperu og bera á húðina.

42. Farðu í kalda sturtu til þess að gera brjóstin stærri og stinnari.

43. Berðu kvöldvorrósarolíu á bólur til þess að flýta fyrir bata.

44. Notaðu ofnæmislyf til þess að draga úr roða í kinnum.

45. Nuddaðu ferskum jarðarberjum í andlitið til þess að freknurnar hverfi.

46. Notaðu trönuberjasafa til þess að fá aukinn glans í hárið og dýpka hárlitinn.

47. Bættu piparmintuolíu í varasalvann til þess að fá betri stút á munninn.

48. Blanda saman geri og vatni til þess að lýsa andlitshár.

49. Ef maður vill fá hið eftirsóknaverða „smokey eye“-útlit þá má nota brunna eldspýtu.

50. Úða skal sítrónusafa á rakt hár til þess að fá fram góða áferð.




Gamla góða gúrkan er góð fyrir augun.
Gamla góða gúrkan er góð fyrir augun. Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda