Nóg að þvo hárið einu sinni í viku

Nanna hefur byrjaði að læra hárgreiðslu er hún var 17 …
Nanna hefur byrjaði að læra hárgreiðslu er hún var 17 ára gömul. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Nanna Björns­dótt­ir hef­ur alltaf haft mik­inn áhuga á hár­greiðslu en hún starfar sem hár­greiðslu­kona á Komp­aní­inu. Nanna hef­ur verið í fag­inu í 20 ár en hún byrjaði að læra á Jóa & fé­lög­um þegar hún var 17 ára göm­ul. Um­hirða hárs get­ur gjarn­an verið vanda­söm og til að mynda of­nota marg­ir sjampó, sem get­ur gert það að verk­um að hárið og hár­svörður verður þurr og erfitt er að meðhöndla hárið.

Sjálf þvær Nanna hár sitt einu sinni í viku og seg­ir að það sé alls ekki nauðsyn­legt að þvo það oft­ar. „Það þarf ekki að vera slæmt að þvo hárið með sjampói á hverj­um degi þótt vissu­lega séu sum­ir með það viðkvæm­an hár­svörð að þeir þola það ekki. Yf­ir­leitt er hins veg­ar al­gjör óþarfi að þvo hárið á hverj­um degi enda verður það ekki skít­ugt á ein­um degi, nema mögu­lega hjá fólki í þess hátt­ar störf­um,“ seg­ir Nanna. Oft­ast er það þannig að fólk þvær á sér hárið of oft í viku en Nanna vill meina að nægj­an­legt sé að þvo hárið með sjampói einu sinni til tvisvar sinn­um í viku. „Samt sem áður er mjög gott að bleyta hárið hvern dag án þess að nota sjampó og í staðinn er til­valið að setja hár­nær­ingu í end­ana.“ Best er að fara eft­ir leiðbein­ing­un­um á flösk­unni þar sem mis­mun­andi er hversu lengi hár­nær­ing­in á að vera í hár­inu.

Hvaða ráð hef­ur þú fyr­ir þá sem vilja minnka notk­un á sjampói? „Þá er best að byrja á því að trappa sig niður hægt og ró­lega. Þeir sem þvo á sér hárið með sjampói á hverj­um degi geta byrjað á því að þvo hárið án sápu ann­an hvern dag. Í staðinn er hárið bleytt, hár­svörður­inn er nuddaður vel og hár­nær­ing er sett í end­ana. Það á alls ekki að setja hár­nær­ingu í rót­ina því þá fitn­ar hárið fyrr. Dög­un­um þar sem hárið er þvegið með sápu er svo fækkað hægt og ró­lega, með hverri vik­unni, þar til nægi­legt er að þvo hárið bara einu sinni í viku með sápu. Hins veg­ar er sjálfsagt að bleyta hárið á hverj­um degi en með tím­an­um á að vera nóg að þvo það einu sinni í viku með sápu. Til að gera þetta enn auðveld­ara þá er mjög gott að nota þurr­sjampó sem er spreyjað í rót­ina á þurru hári því það tek­ur alla fitu úr hár­sverðinum. Kost­irn­ir við að nota sjampó sjaldn­ar er að hárið verður mun meðfæri­legra, það verður minna raf­magn í því og litlu hár­in, sem eiga það til að standa upp úr koll­in­um, verða síður áber­andi.

Aðspurð hvort Nanna þekki dæmi þess að fólk hafi al­gjör­lega hætt að nota sjampó seg­ist hún gera það: „Já, það eru dæmi um að fólk noti ekki sjampó og sum­ir hafa aldrei notað sjampó á æv­inni en ástæðurn­ar geta verið marg­vís­leg­ar. Svo eru marg­ir sem láta ein­ung­is fag­fólk þvo sér um hárið þegar mætt er í klipp­ingu,“ seg­ir Nanna að lok­um.

Nanna segir að það sé algjör óþarfi að þvo hárið …
Nanna seg­ir að það sé al­gjör óþarfi að þvo hárið oft­ar en 1 sinni í viku. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son
Nanna starfar hjá Kompaníinu.
Nanna starfar hjá Komp­aní­inu. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda